Kvikmyndahornið:
Komið þið sæl.
Í kvikmyndahorninu að þessu sinni ætla ég að byrja á því að kynna þetta undarlega en spennandi nýja fyrirbæri, kvikmyndahornið. Fólk er nefnilega mikið að stoppa mig út á götu og koma með komment og spyrja mig út í þetta, þetta er alveg yndislegt. Til dæmis kom eldri maður að máli við mig í gær:
Eldri maður: "Hvaða fyrirbæri er þetta...kvikmyndahorn. Ég skil ekki svona lagað. Hvað er þetta eiginlega?!
Ég: (Brosandi blíðlega): "Ekkert að óttast minn kæri. Kvikmyndahornið er sérstakur og afmarkaður þáttur, sem tekur fyrir sérstakt málefni, og jafnvel enn sértækara atriði frá viku til viku, hverju sinni."
Eldri maður: Nú, já, já. En ég er nú svo helvíti lélegur á þessi tölvu ræksni. Þetta bölvaða intranet. Ég skil ekki svona lagað. Hvað er þetta eiginlega?!
Ég: (Breiðandi út faðminn): Góði maður. Þetta er bara spurning um TCP/IP kóða, heild en samt afmarkaðar deildir.
Eldri maður: (Með gleði í hjartanu): Nú jæja.
Þá vil ég bara þakka kærlega fyrir mig að sinni. En ég verð hérna aftur í næstu viku,og hlakkar mikið til að hitta ykkur öllsömul aftur þá. Þangað til þá vonaa ég að tíminn líði hratt og vel og þið eigið góða daga í þessari yndislegu sumarsól.
p.s. Donnie Darko er þokkó.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home