ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Friday, May 23, 2003

Kvikmyndahornið:

Komið þið sæl.

Í kvikmyndahorninu að þessu sinni ætla ég að byrja á því að kynna þetta undarlega en spennandi nýja fyrirbæri, kvikmyndahornið. Fólk er nefnilega mikið að stoppa mig út á götu og koma með komment og spyrja mig út í þetta, þetta er alveg yndislegt. Til dæmis kom eldri maður að máli við mig í gær:

Eldri maður: "Hvaða fyrirbæri er þetta...kvikmyndahorn. Ég skil ekki svona lagað. Hvað er þetta eiginlega?!

Ég: (Brosandi blíðlega): "Ekkert að óttast minn kæri. Kvikmyndahornið er sérstakur og afmarkaður þáttur, sem tekur fyrir sérstakt málefni, og jafnvel enn sértækara atriði frá viku til viku, hverju sinni."

Eldri maður: Nú, já, já. En ég er nú svo helvíti lélegur á þessi tölvu ræksni. Þetta bölvaða intranet. Ég skil ekki svona lagað. Hvað er þetta eiginlega?!

Ég: (Breiðandi út faðminn): Góði maður. Þetta er bara spurning um TCP/IP kóða, heild en samt afmarkaðar deildir.

Eldri maður: (Með gleði í hjartanu): Nú jæja.

Þá vil ég bara þakka kærlega fyrir mig að sinni. En ég verð hérna aftur í næstu viku,og hlakkar mikið til að hitta ykkur öllsömul aftur þá. Þangað til þá vonaa ég að tíminn líði hratt og vel og þið eigið góða daga í þessari yndislegu sumarsól.

p.s. Donnie Darko er þokkó.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home