ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Monday, February 03, 2003

Hvað nú? Hvað næst?

Þessi spurning liggur í loftinu, sem er rakt, heitt og þykkt...gæti skorið það með hníf.
HM í handbolta búið. Hvað gerir maður nú ef maður hittir einhvern einhversstaðar? Ekkert að gera ekkert að segja. Ekkert "hæ hæ sástu leikinn í gær? Hvað er málið með Dag..." Bara dauðaþögn, vandræðalegar augngotur hingað og þangað, höndum nuddað saman eða sveiflað handahófskennt út í loftið.

Bachelor búið. Að minnsta kosti fyrir G og mér...og eflaust fleiri saklausum en lánlausum sálum. 'Eg vil nota tækifærið og fría mig undan allri ábyrgð og harma jafnframt hlutskipti mitt. 'Eg vil einnig nota tækifærið og segja frá því að Vatíkanið var að senda mér E-póst þar sem því var lýst yfir að G er enginn píslarvottur. Hann hefði mjög auðveldlega getað orðið það eftir að hann klikkaði á hlið helvítis og kvaldist eins og á efsta degi, en hann kastaði frá sér himnaríkssælunni með því að deila kvöl sinni með samborgurum og meðbræðrum sínum í formi SMS skilaboða.

En ég fyrirgef þér G...Já, ég geri það þótt ótrúlegt megi virðast...megir þú hætta að vera bitur og reiður og opna hjarta þitt fyrir gleðinni og hamingjunni.

Come on dog...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home