'eg er að hugsa um að skella mér í útileigu.
'eg er samt ekki mikill útileigumaður. Það er samt ekki bara útaf því að ég sé svo mikið borgarbarn, sem ég vissulega er og viðurkenni fúslega: Það er aðallega út af því að ég HATA tjald. Eða tjöld. Enda hef ég staðfestar heimildir fyrir því frá gaur sem ég þekkti einu sinni að í helvíti séu allir í tjöldum, alltaf, og að sjálfsögðu sé stöðugt hellirigning og skítakuldi...með öðrum orðum hið þekkilegasta íslenska sumarveður. Því hvað er verra en að vera hlandblautur í gegn og hristast óstjórnlega og óviðráðanlega af kulda, fastur einhversstaðar lengst (eða neðst) út í rassgati. Ekkert. Nema kannski að ganga fríkirkjuveginn. (Vísun.) Dante hvað. (Vísun fyrir lengra komna.)
'Ojá.
engu að síður ætla ég af einhverjum óskiljanlegum ástæðum og af einhverri óþverranlegri (eða óþverralegri) bjartsýni að halda út í íslenska sumarmyrkrið, láta það gleypa mig á meðan ég borða hráa pulsu og pissa í buxurnar sökum ölvunar sökum örvæntingarfullrar tilraunar til að drekka frá sér kuldann og ótrúlega falskan gítarleikinn og sönginn.
Gleðilegt sumar. Masókistar.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home