ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Monday, May 12, 2008

Er TimbaLand með í Eurovision?

Eins og mér er tamt að gera þá legg ég undir fjöldan allan af veðmálum hjá erlendum veðbönkum fyrir evróvísjón keppnina, svona aðeins til þess að gera kvöldið skemmtilegra. Í fyrra hafði ég tæplega 30.000 kr. í hagnað af þessu og vona ég að það sama verði uppi á teningnum í ár.

Ég reyni ekki að veðja outright á eitt lag heldur dreifi áhættunni með því að leggja undir á top4 og þá með óhagstæðari stuðlum heldur en ef ég reyni við toppsætið. Einnig bjóða veðbankarnir upp á það að veðja á hvort land A verði fyrir ofan land B og vice versa. Allavega, í yfirferð minni yfir lagaflóruna greindi eyra mitt tiltekinn takt sem ég þekkti vel úr sérdeilis fínu lagi með Timbaland og JT.

Athugið hvort þið (h)eyrið það líka:

Grikkland:


Timbaland:



Einnig eru spænska lagið og Gasolina með nákvæmlega sama undirtón, en það er of augljóst til þess að þurfa taka það fram. Ennfremur er algjörlega ónauðsynlegt að taka það fram hversu fáranlega kynþokkafull Nelly Furtado er.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vel greint!

Hverju eru menn annars að pæla í veðmálslega séð?

9:25 AM

 
Blogger Styrmir Hansson said...

Röðunin breytist reglulega hjá mér eftir því hvernig framlögin koma út á æfingunum í Belgrað. Er með menn sem eru að fylgjast með þessu og uppfæra mig með bloggfærslum á enskri tungu.

1. Rússland
2-5. Tyrkland/Úkraína/Serbía/Armenía

Líklegast að þrjú af þessum 5 verði í topp5 og svo tvo í viðbót úr vilta hundahópnum hér að neðan.

Viltir hundar eru svo:
Svíþjóð, Albanía, Bosnía, Slóvenía, Rúmenía og huxanlega, miðað við fyrstu viðbrögð við fyrstu æfingu í morgun, Ísland. Svo er Georgíska söngkona blind og það gæti komið henni í top10, sérstaklega þar sem hún syngur um frið. Sviss?

Persónulega vil ég sjá Frakkland og Belgíu ofarlega.

Svo má ekki afskrifa sjóræningja frá Lettlandi.

Ég vona að þetta hjálpi þér í vinnuveðmálinu.

11:53 AM

 
Anonymous Anonymous said...

copy-peista þetta takk!
elska þennan árstíma..
..þegar júróvisíon pælingar þínar taka öll völd!
og ég elska Timbaland..
og Nelly..
og, og, og..

ps. nú spyr ég einsog fáviti eru þetta spádómar fyrir undanúrslitin eða?

*smúss*
gfh

10:23 PM

 
Anonymous Anonymous said...

nekt

eldur

stærsta fokking ljósaorgan í heimi

1:23 AM

 

Post a Comment

<< Home