ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Sunday, December 01, 2002

búinn að vera með hausverk síðan á miðvó... tók því rólega um helgina... en gerði samt þau mistök að fara á POWER sýningu á Bond kl.00 í gærkveldi !!! Allt fullt af hnökkum með símana sína í bíó. Viðurstyggð, held líka að Auddi hafi verið þarna að blanda ógeðsdrykk og gefa miða á Fast and the furious 2 ! ...Gauti ætlar einmitt að gefa út spil þeim til heiðurs fyrir jólin (popTV gaurunum)... held að grunnhugmyndin sé sú sama og í slönguspilinu. Hann ætlar líka að láta fylgja með einhverskonar duft sem á að blanda í vatn og myndast þá ógeðsdrykkur sem þarf að drekka ef 1r lendir á 1u vissum reit. Svo er hægt að hafa svona Steina reit, ef maður lendir þar þá þarf maður að bíða í þrjár umferðir vegna þess að hann hefur boðið þér pizzuveislu og sagt þér að leigja Fast and the furiuos. Gauti segir ykkur meira frá þessum leik síðar. .......en áfram um þessa bíóferð í gær, þessi ferð gerði einfaldlega hausverkinn minn meiri. Fyrst sá ég nokkra gaura í Buffalo skóm... þá fékk ég smá sting í hausinn... svo var gaur fyrir framan mig að senda sms alla myndina ! og það kom svona skært blátt ljós frá símanum hans og beint í hausverkinn minn, og svo var hann LÍKA með aflitað hár... SVO fór fólk í salnum að hlægja í hvert einasta sinn sem að það var sagt ísland í myndinni.......... jakkkkkkkk......... og svo sprakk hausinn á mér þegar að Pierce Brosnam faldi sig á bakvið ósýnilegan bíl. Þá var mér nóg boðið, ég stóð upp, fór úr öllum fötunum og fór að gera kjúklinginn... breath in, breath out...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home