ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Sunday, December 08, 2002

Ég man þegar að ég hitti Þorgils Óttar í fyrsta sinn fyrir rúmlega 15árum. Þá var hann að safna kerrum á bílastæðinu hjá Fjarðarkaupum. Hann sótti kerrurnar af stakri snilld. Thor Vilhjálmsson, sem þá var verslunarstjóri í Fjarðarkaupum, sagði að Þorgils hefði verið engum líkur og þótti honum vænt um hann líkt og hann væri hans eigin sonur. Þorgils var stoltur ungur maður með allt aðrar hugmyndir um lífið en hinn venjulegi kerrustrákur. Þú fórst ekkert í þá daga í Fjarðarkaup með kerru með þér, Þorgils sá um sína.
Þegar ég sá þennan dugnaðarfork hlaupa um bílastæðið og stjórna kerrumálum Fjarðarkaupa sá ég fyrir mér leiðtoga, leiðtoga sem gæti stjórnað traustri 6-0 vörn. Ég kallaði til Þorgils. Hann hljóp að mér og bauð mér góðan dag. Það var greinilegt að hann hafði ekki borðað hollt um ævi sína enda var hann mikill um sig og greinilegt að margar húsmæður í nágranna blokkunum höfðu gefið honum nýbakað bakkelsi og kaffisopa eftir vinnu sína. Ég vissi samt að Þorgils væri metnaðargjarn og á skömmum tíma væri hægt að breyta honum í einn af fallegri kroppum landsins. Ég rétti honum spegilinn minn og bað hann um að laga andlitsmálninguna sem hafði farið að leka sökum svita.
"Farðu varlega með pensilinn í kringum augun" sagði ég.
Í sömu andrá kom Thor Vilhjálmsson út úr Fjarðarkaupum og sá ég mikla gleði í andliti hans. Thor kallaði yfir bílastæðið:
"Kokomo situr enn á toppi íslenska vinsældarlistanum !!!".
Ég hef aldrei verið mikið Beach boys fan, en tók nú upp á því í þetta skiptið að gleðjast með Thor, enda gamlir skólafélagar frá Kreml. Hann bauð mér inn í kaffidreitil og heitar skonsur. Á þessari stundu rann það upp fyrir mér hversu erfitt það gæti orðið að sannfæra Thor um að leyfa mér að fá taka Þorgils með mér í Kaplakrika. Ég ákvað nú samt að bera þetta undir hann.
"Já, hann er nú búinn að vera harður þessi vetur", mælti ég.
"Já, rétt er það karlinn minn, en eitt skal ég nú segja þér, að hann Þorgils minn á ekki eftir að vera hér í Fjarðarkaupum til æviloka. Fnykinn finn ég frá fjöllum." sagði Thor.
"já, enda er hann góður drengur með miklar hugsjónir" sagði ég.

Ég fann það á mér að Thor vissi hvert erindi mitt var.

"Jæja Thor minn, nú er hann Þorgils orðinn 28ára gamall og legg ég til þess að hann komi með mér í Kaplakrika", sagði ég með háum tón.
"Já, þetta líkar mér Bogdan. Minn er heiðurinn og vill ég að þú gerir Þorgils minn að fyrirliða FH-liðsins svo hann verði Hafnarfjarðarbæ til sóma. Svona, taktu hann, hann vill frekar hanga mér þér og þínum svölu handboltafélögum heldur en okkur hér í Fjarðarkaupum", sagði Thor.
"Þið eruð nú líka svöl hér í Fjarðarkaupum, strákarnir í kjötborðinu, Örn Árnason og Pálmi Gestsson eru svo sannarlega grínkóngar framtíðarinnar."
"Hvaða rugl er þetta í þér strákur! Við erum ekki einhver grínbær! Við erum handboltabær og viljum vera það áfram með hjálp Þorgils. Við vitum að hann getur gert góða hluti utan Hafnarfjarðar!", sagði Thor í taktu við suðræna hljóma Beach boys í bakgrunn.
"Hann verður merkismaður, sjáðu til", sagði ég.
Ég tók i höndina á honum og gékk út í átt að bílastæðinu, í leit að Þorgils...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home