Storkurinn Styrmir hefur verið að hressast óðum síðustu daga. Hann átti við veikindi að stríða um tíma en eftir bað og fjölbreyttara fæðuval hefur hann verið hinn sprækasti. Styrmir var vigtaður þann 6.júní og vó um 73 kg sem er mjög eðlileg þyngd fyrir fullorðinn stork.
Honum hefur verið sleppt aftur í stóra búrið í Húsdýragarðinum sem byggt var sérstaklega fyrir hann í vetur. Þar hitti hann reyndar fyrir nýja íbúa, aligæsapar með 11 gæsarunga sem allir nema einn hafa verið ættleiddir af þessu duglega aligæsapari.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home