Var að taka þátt í könnun varðandi svifryksmengun í Reykjavík og skattlagningu á nagladekk. Persónulega tel ég ekki nauðsynlegt að notast við nagladekk innan borgarmarkanna. Hinsvegar eru þeir ófáir sem kjósa að ferðast útá land að vetri til þegar að færð getur verið breytileg og veður getur skipast fljótt í lofti. Þá gæti verið lífsnauðsynlegt að vera á bíl sem hefur nagladekk. Meirihluti banaslysa eiga sér stað úti á landi og eru þá yfirleitt ungir ökumenn undir stýri. Það eru einmitt helst ungir ökumenn á skólaaldri sem hafa ekki ráð á því að setja nagladekk undir bíla sína ef slík dekk yrðu skattlögð. Þessi hópur er einnig helsti örsakahópur ökuslysa innanbæjar. Nær þykir mér að hækka iðgjöld og rekstrargjöld bifreiða í formi skattlagningar og lækka gjald í almenningssamgöngur. Jafnvel niðurgreiða strætókort að einhverju leyti fyrir ungt skólafólk. Hvað finnst þér ?
Þessi helgi verður notuð í að ditta uppá íbúðina, flísaleggja inní elduhúsi og setja hurðahún á svalahurðina sem Úlfar tók með sér til G-orgíu.
Buðum 19.000.000 kr. í litla kózý íbúð á 4.hæð með útsýni til allra átta í dag. Ég reikna með því að þessu tilboði verði hafnað, en við ætlum ekki að bjóða meira. Þessi íbúð er gullmoli. Hér eru myndir >>>>> OOOOOIIIIIIIIIIIIOOOOO
5 Comments:
Sorry. Var svo fokking hell fullur maður.
11:48 AM
Úlli á þetta til. Hinsvegar, að öðru:
AC Milan sagði áðan: "Við seljum ekki gimsteinanna okkar," og áttu þá við Sjevtjenco, framherjann snjalla, og meinta sölu hans til Chelsea.
Gimsteinar, gullmolar: Ef þessi íbúð sem þið voruð að bjóða í er gullmoli, og kósí og nett er hún vissulega, skuluð þið í það minnsta fá gimsteinaverð fyrir fiskiíbúðina sem þið eruð í, sem er ekkert slor þó hún sé út á Granda.
12:39 PM
Ekkert mál Úlfar, við keyptum vel hvítlakkaðan hurðahún í Húsasmiðjunni fyrir litlar 1.200 kr. Gellan tók tilboðinu okkar uppá 19.000.000 kr. Helgin fer í það að slípa gimsteinin okkar og setja hann svo á sölu í næstu viku. Vil fá a.m.k. 22.000.000 kr. fyrir hann. Það mun ganga eftir, ætli það verði ekki sett á hana eitthvað á milli 22.5-23.0. Þetta verður forvitnilegt.
3:04 PM
Til hamingju. Og hvað á að gera við hagnaðinn? Benz?
7:03 PM
...eða Porsche. Heimsreisa? Eða DeCode.
11:14 PM
Post a Comment
<< Home