Nú er spúsan búin að fá sér myspace. Slóðin er www.myspace.com/frkra.
Möndul halli jarðar er áhugaverður, hann ákvarðar veðurfar og uppskeru jarðarbúa eftir staðsetningu þeirra á jarðkringlunni. Hann hefur samt sem áður lítið með jarðskjálfta að gera. Einn snarpur jarðskjálfi varð 7.7 km austur af Krýsuvík (crazy week eins og kaninn kallar hana) klukkan rúmlega 14:30 í gærdag. Höggið var gott og kveikti það mikin fréttaþorsta hjá mér. Ég ákvað að kveikja á sjónvarpinu og fylgjast með fréttaflutningi NFS, sem var prýðilegur. Fyrsta sem kom í hugann þegar skjálftinn reið yfir var staðsetning, hvar átti hann upptök sín ? Þar sem hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu hugsaði ég fyrst til Kleifarvatnssvæðisins, en einnig til suðurlandsundirlendis. Sem betur fer hafði ég rétt fyrir mér varðandi staðsetninguna, annars hefðu verið töluverðar náttúruhamfarir vegna þess hversu vel hann fannst á Bárugranda 3. Nú verður fróðlegt að fylgjast með Kleifarvatninu, hvort að vatnstraumur úr sprungu sem myndaðist í kjölfar suðurlandsskjálftans 17.júní 2000 muni aukast og fleiri lík eigi eftir að finnast í vatninu.
Nú voru upptök skjálftans mjög neðarlega í berginu og geta kvikuhreyfingar átt sér stað í kjölfarið og er því afar fróðlegt að fylgjast með framvindu mála. Gos á Bláfjallasvæðinu yrði svo sannarlega upplifun.
Ég og vinur minn Leifur vorum að kaupa hlutabréf í bandaríska fyrirtækinu XsunX. Ég keypti í gær á genginu 2.05 og Leifur vonast eftir því að sín pöntun verði framkvæmd í dag, en hann óskaði eftir hlutum á genginu 1.99, en lokagengi gærdaxins var 2.00. Þetta er býsna áhættusamt fyrirtæki og er á svokallaða "penny-market" í kauphöll bandaríkjanna og geta sveiflur þannig bréfa orðið mjög miklar. Til gamans má geta að ég byrjaði að fylgjast með þessu fyrirtæki í október og var þá gengi þess 0.4 og hefur það hækkað um 400%. Daxbreytingar eru oftast á bilinu -20% til 20%. Þið getið skoðað fyrirtækið nánar á heimasíðu þess, en þeir eru að koma fram með byltingakennda hugmynd varðandi byggingar og orkunotkun þeirra. www.xsunx.com.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home