Nú lekur stanslaust úr nefinu á mér, mig svimar er ég stend upp og er kalt og heitt til skiptis. Ég ætla samt að harka af mér og fara í 50min hörku úthalds fótbolta kl.2200 í kvöld. Röddin mín er hás og þ.a.l. mun ég ekki sækja vinnu á miðvikudag og fimmtudag, ekki er ráðlagt að hringja í ókunnuga og forvitnast fyrir hönd Hagstofunnar um lífskjör þeirra. Þetta er lán í óláni eða heppni í óheppni, því að leikir íslenska handboltalandsliðsins fara fram kl.1700 þessa sömu daga og ég hefði átt að mæta til vinnu á sama tíma. Svo kemst ég einnig í körfubolta kl.1900 á fimmtudeginum. Fórnarkostnaðurinn eru hinsvegar rúmlega 15.000 kr. fyrir báða dagana (á ekki rétt á veikindadögum sem hlutastarfsmaður, þekki það samt ekki nógu vel) og slæm heilsa sem er erfitt að meta til fjár. Dæmið líýtur því svona út:
FK = 15000+(veikindi)
Veikindi = X
FK = 15000+X
Ábati = 2*Handboltaleikur m/íslenska landsliðinu + Körfubolti með vinum í austurbæjarskóla
Körfubolti með vinum = K
Handboltaleikur m/íslenska landsliðinu = H
Ábati = (2*H) + K = 2H + K
Hver körfuboltatími kostar 800 kr., en þessir tveir klukkutímar hvorn dag af sjónvarpsefni á RUV kosta (Gefum okkur að hvern virkan dag bjóði RUV uppá sjónvarpsefni í 7 klukkutíma (frá kl.17-00) og um helgar í 13 klukkutíma (frá kl.11-00). Einnig gefum við okkur að hver mánuður inniheldur fjórar vikur og útfærist dæmið því þannig:
Ein vika = (7*5 + 13*2) = 35 + 26 = 56 tímar á viku.
Einn mánuður = 56*4 = 224 tímar á mánuði. ---> Kostnaður við RUV á mánuði er 2805 kr.
Hver klukkutími af sjónvarpsefni kostar því fyrir mig: 2805/224 = 12.5 kr.
Þetta er náttúrulega svolítið ýkt dæmi vegna þess að ég þyrfti að vera horfa á sjónvarpið alla þessa 224 klukkutíma til þess að geta sagt að tíminn við tækið kosti mig 12.5 kr. Það sem væri trúlegri og sannara er að reikna út hversu mikið ég horfi á RUV mánaðarlega. Áhorf mitt er reyndar árstíðarbundið og gæti því reynst erfitt að mæla það, en vegið meðaltal gæti hinsvegar gert gæfumuninn. Reynum samt sem áður að taka einn mánuð og slumpa á rétt svar, óvissan gæti hinsvegar orðið allt að 5-10 tímar og það er ekkert mál að taka það í reikninginn.
Ég reyni að horfa á Fréttir&Kastljósið daglega. Þar er ég með einn og hálfan klukkutíma á hverjum degi, 10.5 á viku og 42 á mánuði. Sunnudagsmyndin er alltaf til fyrirmyndar. 2 tímar í hverri viku, samtals 8 tímar. Tökum meðaltal og setjum einn knattspyrnulandsleik (2 tímar) og 2 handknattleikslandsleiki (3 tímar) sem ég vil sjá í þennan mánuð (í janúar verða handboltalandsleikirnar allt að 12 talsins). Í vikunni gef ég mér að ég muni horfa á einn fræðsluþátt og einn innlendan dagskrárlið og tekur hvor þáttur klukkutíma. 2 tímar á viku, 8 tímar samtals. Meira horfi ég ekki á RUV. Þetta eru því 63 tímar á mánuði. Sem er alltof mikið í sjónvarpsgláp !
Hver klukkutími af sjónvarpsefni kostar því fyrir mig: 2805/63 = 44.5 kr.
Ábati = 2H + K = 2*(44.5*4) + 800 = 356 + 800 = 1156 kr.
1156 kr. er sú summa sem ég þarf að greiða fyrir aðgang minn að körfuboltanum og fyrir að horfa á handboltann heima í stofu. Svo er spurning, hvað er það mesta sem ég er tilbúinn að greiða fyrir að vera í körfubolta með félögum mínum ? Ég myndi segja 1000 kr. Önnur spurning, hvað er ég tilbúinn að greiða fyrir að sjá báða handboltaleikina heima í stofu ? Ég myndi borga 2000 kr. fyrir einn leik. Þetta eru því 5000 kr. og ef við drögum það frá því sem ég þarf raunverulega að borga: 5000 - 1156 = 3844 kr. <--- Þetta er því raunverulegur ábati hjá mér.
Fórnarkostnaðurinn er því sá kostnaður sem ég fórna fyrir að velja eitthvað annað í staðinn og í þessu tilfelli er það að spila körfubolta og horfa á handbolta, hinsvegar er þetta ekki val hjá mér því veikindin gera það að verkum að ég þarf að fara þessa leið.
raunverulegur fórnarkostnaður er því = 15000 + X - 5000 = 10000 + X
4 Comments:
Þú hefur hættulega lítið að gera.
9:41 AM
Stærðfræði er hættuleg. Talnaleikir geta endað með hryllingi og hörmungum, sbr. atómsprengjuna.
1:34 PM
Ef þú ert of veikur til að fara í vinnuna áttu ekki að geta farið í körfubolta.
5:20 PM
anonymous (fríða) skilur greinilega ekki þann metnað sem fer fram við körfuknattleik í Austurbæjarskóla. Varðandi vinnuna, þá felst hún í úthringingum og þegar að hósti og hordrulluslím ber mig ofurliði þá er engan veginn hægt að spyrja persónulegra spurninga fyrir hönd hagstofu íslands. Í raun ætti ég að vera undir sæng, en ég legg það á mig að fórna einum degi í viðbót í veikindi til að fá að taka þátt í körfuknattleiknum.
Þetta er allt spurning um staðfestu og áræðni, eitthvað sem íslenska handboltalandsliðinu vantar. Aumingjar. Þó tek ég hatt minn ofan fyrir Guðjóni, Róberti, Sigfúsi, Birki og að sjálfsögðu slösuðu örvhentlinganna þriggja (Ólafi, Einar og Alexander). Aðrir kookuðu uppá baq.
7:39 PM
Post a Comment
<< Home