ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Thursday, January 26, 2006

Nei.

Það ætla ég ekki að gera.

Hver man ekki eftir Harpixinu?

Hinsvegar er kaffivélin mín og kvörn sú er fylgdi með í verslunartilboðinu mér afar kærkomin. Gott er kaffið frá henni og falleg hönnun hennar lýsa upp hina litlu birtu skammdegisins.

Í lok október árið 2008 mun spúsa mín og ég halda útskriftarveislu í tilefni af BS og BA gráðum sem okkur mun hlotnast þann mánuðinn. Framtíðin er björt. Þá mun ég geta frætt ykkur um sniðugar leiðir til þess að minnka skattgreiðslur ykkar og spúsan mun segja ykkur allt frá Edgar Alan Poe. Þetta mun þ.a.l. verða hagnýt og í senn áhugaverð útskriftarveisla. El DeBarge munu líklega leika fyrir dansi. Dansinn mun duna og deyja svo út þegar flestir halda á vit tónlistarævintýris hátíðar einnar sem nefnist Icelandairwaives. Þar mun fólk fagna tilvist sinni í biðröðum og njóta góðra stunda í fersku norðanáttinni við Austurvöll.

Á næstunni mun ég sækja uppí grafarvog gamla íþróttaskó sem ég átti í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Ástæða þess er sú að stærðir þeirra passa áræðanlega á spúsu mína og hvað er meira töff en að vera í smart Jordan skóm. Þetta er hinsvegar tilraun af minni hálfu og ber ég fulla ábyrgð á þessu athæfi.

Annars hef ég uppfært þráðina hér til hliðar.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þræðina. Annars skemmtilegt og tími til kominn, þ.e. stafirnir á síðunni. Harpix var og er ruzaleg.

1:37 PM

 
Anonymous Anonymous said...

þræðir eru manna bestir, vonum að strákarnir okkar missi ekki þráðinn í kvöld gegn frændum vorum.

4:24 PM

 
Anonymous Anonymous said...

ánægjulegt að sjá líf á þessari síðu... ég var farin að halda að þið væruð dauðir úr öllum æðum... en ég komst nú reyndar að öðru í gærkvöldi!!

...takk fyrir dansinn!!!

hægri fótur

10:55 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Við dönsum í takt við gleðina, gleðina sem ól okkur og gaf okkur innri hlýju, eða eitthvað..., en þetta var skemmtilegt.

12:56 AM

 

Post a Comment

<< Home