ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Sunday, December 11, 2005

Það er búið að kólna. Mér fannst nokkuð kalt áðan þegar ég fór fram úr. Ég ákvað að kinda. Það leiddi huga minn að íslenskum búfjárorðum sem notuð eru við hin ýmsu tilefni. Fé getur ýmist verið í formi gjaldmiðils nú eða dýra. Einnig er ég að kinda húsið mitt. Vatnið mitt sauð í gær, en það er komið af því að sjóða og alls ekki skylt Sauðfjárrækt, þó sama stafabygging. Þetta sýnir hversu rækilega lömbin okkar eru búin að koma sér fyrir í þjóðfélaginu okkar. Í gegnum tíðina hafa íslendingar verið duglegir við að skýra börnin sín eftir dýrum, þá aðallega tignarlegum fuglum líkt og Örn og Haukur, sumir ganga jafnvel svo langt að skýra börnin sín (þá aðallega stráka) eingöngu eftir fuglum eða dýrum. Hjörtur er annað form af skepnu og Björn eitt í viðbót. Svanurinn er öllu kvennlegri og væri þá sniðugt að setja jafnvel sterkt millinafn með líkt og Krummi svo sonurinn verði ekki fagot, en ég hef samt ekkert á móti fagottum. Nú spyr ég, er ekki kominn tími til að Íslendingar, þessi mikla sjávarútvegsþjóð, fari að skýra erfingja sína eftir dýrum í sjónum? Eina sem ég man eftir í fljótu bragði er Hrefna. Hér eru hugmyndir að skemmtilegum nöfnum: T.d. Kind Björnsdóttir, Hrútur Hjartarson, Rauðspretta Koladóttir og Hvalur Jónsson. Það gerist ekki öllu íslenskara en kindin okkar og fiskurinn.

Með breyttum tímum, breytast atvinnuhættir og samfélög og hver veit nema eftir nokkra tugi ára verðum við farin að skýra börnin okkar eftir hugtökum úr fjármálalífinu, altso Gengi Sigurðsson, Vöxtur Hauksson, Eftirspurn Sveinsdóttir og Vísitala Nökkvadóttir.

í framhaldinu er þetta skemmtileg viðbót.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Kynda.
Þú ákvaðst að kynda.

11:40 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Sama hljóðmyndun þá !

12:00 AM

 
Anonymous Anonymous said...

Þetta er samt farið ofan í klósettið hjá þér.

4:56 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Epísk skita hjá þér Stymmi. Samt skemmtileg grein, þó að hún sé, sumsé, öll byggð á skít. Ekki bjargi, ekki sandi: Skít.

Málfræðihornið: Kynda er komið af kona, sbr. "Djöfull er þetta h8 stelpa, tjikk."

Ipso facto: Þess vegna eru stelpur h8ari en strákar og þess vegna er þeim alltaf kalt.

8:01 PM

 
Anonymous Anonymous said...

voðalega vaknar þú snemma Haukur ! Skilaboð þín eru rituð kl.0801. Mjög frambærilegt hjá þér, annars dreg ég þá ályktun að herra g-lamúr hafi ekki verið sofnaður og er það ekki til framdráttar. Reynið svo að styrkja góðgerðarmál um jólin !

10:35 AM

 
Anonymous Anonymous said...

AM 2 PM. Athugaðu það.

8:08 PM

 
Anonymous Anonymous said...

en og aftur, rétt hjá þér gauturður. Skemmtilegt að vitna í Stínu Mill...

1:20 AM

 

Post a Comment

<< Home