ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Tuesday, November 29, 2005

Nú er liðinn einn mánuður síðan ég fjárfesti fyrir okkur Friðgeir þær 200 krónur sem við eigum saman. Ég keypti 6 hluti (á genginu 14.8) í Íslandsbanka, 2 hluti í Bakkavör (44.6) og svo einn hlut í Jarðborunum (22.0). Alls kostaði þetta nákvæmlega 200 kr. Í dag er gengi Íslandsbanka 16.4, Bakkavör er í 48.0 og Jarðborannir með gengið 25.0. Þetta þýðir að í dag eigum við Friðgeir 219.4 krónur sem þýðir 9.7% ávöxtun á einum mánuði ! Á sama tíma hefur úrvalsvísitalan hækkað um 7.22%. Takk fyrir mig.


Svo hitti ég tvær strípistelpur á leið minni heim af djamminu á laugardaginn. Þær eru frá Rúmeníu og heita Sonia og Anita. Sögðust vera að læra á Íslandi, önnur þeirra sagðist vera í Master og hin var að læra Chief. Hinsvegar sá ég þær báðar labba útaf Óðal, bakdyramegin, og fengu sér pizzu á Pizza Pronto. Gékk ég á eftir þeim þangað og spurði þær hvaðan þær væru eins og stjörnublaðamaður. Svo labbaði ég í samfloti með þeim í átt að heimkynnum mínum, en þær búa á Sólvallagötu svo að við ákváðum að vera í gönguhóp. Báðar eru 22 ára og búa rétt fyrir utan Búkarest. Því miður verða þær á Íslandi ekki lengur en í 2 og hálfan mánuð í senn, önnur þeirra fer heim á fimmtudaginn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home