ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Friday, November 11, 2005

Gunnar Karlsson prófessor í sagnfræði gagnrýnir í fréttablaðinu í dag hönnun nýju háskólatorgana sem eiga að tengja saman háskólabyggingarnar. Hann vill meina að háskólatorg II (sem verður byggt á milli Odda, Árnagarðs, Lögbergs og Nýja-Garðs) eigi eftir að slíta í sundur hugvísindadeildina. Einnig tók hann fram að göng sem verða byggð frá Odda og að Háskólatorgi I í gegnum Háskólatorg II séu ætluð sem göng hagfræðinga á barinn ??!! Í þessari sömu grein var einnig rætt við Ingjald Hannibaldsson, formann byggingarnefndar, og tók hann það fram að það væru hurðar á byggingunni sem snúa bæði að Nýja-Garði og Árnagarði, þannig að hugvísindadeildin ætti að eiga greiðan aðgang í gegnum Háskólatorgið og jafnvel skálað með hagfræðingum áður en þeir halda á vit ævintýrana í Árnagarði. Húrra fyrir Háskólatorginu, þegar þetta verður klárað er loksins hægt að tala um háskólasvæðið sem eina heild, að undanskyldinni læknadeildinni, en hverjum er ekki sama um lækna.



Annað: Ríkissjónvarpið á að vera lyftistöng fyrir leiklistina og öfugt. Þessa taug vantar. Ég er á móti einkavæðingu Ríkisútvarpsins. Einkarekið ríkisútvarp á ekki eftir að styðja við menningu vegna þess að það borgar sig ekki fjárhagslega. Þess vegna eru framleiddir þættir eins og Kalla kaffi, menningarlegir þættir sem að fá okkur til þess brjóta heilann og njóta nútímamenningar. Nei. Fyrir hvert heimili á landinu kostar RUV 2705 kr. á mánuði. Fyrst að BBC getur gert þetta almennilega þá hlýtur að vera hægt að gera þetta á RUV. Svo hefur danska ríkissjónvarpið framleitt marga framúrskarandi þætti síðustu árin og hafa þeir slegið í gegn hérlendis. Ég sakna þátta eins og Maður er nefndur og Mósaík. Það var alvöru menning. Í dag eru ekki mikið að gerast í innlendri dagskrágerð hjá RUV. Í brennidepli er virkilega góður þáttur og svo má ekki gleyma Gettu betur og hinu betrum bætta Kastljósi. Aðrar sjónvarpsstöðvar eru að reyna sitt besta í innlendri þáttagerð, en geta ekki framleitt hvað sem er sökum fjármagnskostnaðar. S1 hefur Silvíu og Popppunkt, báðir frekar kostnaðarlitlir í framkvæmd, svp Innlit/útlit, en sá þáttur hefur því miður misst faglega nálgun eftir að Vala Matt hætti. Það sem vantar eru fleiri ný andlit. Það er hinsvegar eitthvað sem RUV eru hræddir við, að hleypu nýjum andlitum og hugmyndum að skjánum. Skjár 1 hafur kannski ekki verið að hleypa mörgum nýjum andlitum á skjáinn, heldur frekar að tyggja á sama leðrinu í mismunandi útfærslum. Varðandi Stöð 2 þá virðast þeir nýta sér notaðar hugmyndir sem hafa slegið í gegn erlendis. Idol-stjörnuleit, það var lagið, viltu vinna milljón og alls kyns matreiðsluþættir. Ætli fóstbræður og sjálfstætt fólk séu það eina sem Stöð 2 hefur gert gott í innlendri þáttagerð á 10 árum ? Vonandi að nýji þátturinn hans Loga eigi eftir að verða skemmtilegur, góð hugmynd þar á ferðinni sem er ekki þessi síbylgjuleiðindi sem flestir eru að matreiða. Væri gaman að sjá the weakest link á Íslandi.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Rétt væri að skrifa: " að undanskilinni læknadeildinni"

Hvað ertu? Kúrdi?

6:51 PM

 
Blogger Styrmir Hansson said...

Kúrdar hafa marga ása. Ég þakka glöggt málfræðiauga, en ég þakka ennfremur æðri máttarvöldum að vera ekki jafn slæmur í stafsetningu og Leivur.

12:14 AM

 

Post a Comment

<< Home