ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Wednesday, November 02, 2005

Í dag langar mig að mæla með hlutabréfakaupum í Íslandsbanka. Góður fjárfestingarmöguleiki. Ef þú átt 150.000+ kr. þá getur þú notað heimabankann þinn og gengið frá viðskiptunum sjálfur. Þægilegt. Gengið í dag er 15.2 og reikna ég með því að það verði komið yfir 17.0 í byrjun janúar, sem þýðir 11.8 % ávöxtun á 2 mánuðum.



Um næsta áramót þá ætla ég að skella mér til Dóminíska lýðveldisins með frúnni í gott tan. Einstaklega hagstætt að ferðast um þessar mundir vegna þess að við fáum svo mikið fyrir okkar dýrmæta gjaldmiðil. Reikna ég með því að við fljúgum til Boston 29.desember og gistum þar í 3 nætur á the Colonnade. Svo fljúgum við frá Boston 1.janúar niður til Karabíska hafsins þar sem við gistum á suðurströnd Dóminíska lýðveldisins á strönd sem heitir La Romana. Hótelið sem við verðum á heitir Iberostar Dominicus Haicienda og er allt innifalið. Þegar ég tala um að allt er innifalið á ég við að allir drykkir, áfengir sem og óáfengir, eins mikið og við viljum, morgunmatur, hádegisverður, kvöldhlaðborð og einnig 4 veitingastaðir þar sem þú getur valið hvað sem er af matseðlinum. Þetta er mjög þægilegt, þar sem að við þurfum ekki að eyða tíma í að finna veitingastaði (sem er reyndar oft mjög skemmtileg leit, að finna hið óvænta) og getum þess í stað eytt meiri tíma í tan-ið. Einnig er innifalið ótakmarkað nudd og aðgangur að froskalöppum sem þægilegt er að nota við sjósund og strandargöngu. Þarna munum við gista í eina viku og taka flugið aftur til Boston 8.janúar þar sem við lendum síðdegis og ættum þá að ná kvöldflugi heim til Íslands. Við erum í raun og veru ekkert að sækjast eftir því að gista í Boston lengur en þörf krefur sökum þess að frostið er gríðarlegt þar, allt að -15 gráður, þrátt fyrir það verður að sjálfsögðu verslað.

Þessi ferð mun kosta okkur saman 180.000 kr. með öllu (nema náttúrulega breytilega kostnaðinum sem felst í innkaupunum).

Hér er þráður á hótelið okkar í Dóminíska. Iberostar.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

dealers clothing

9:04 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Hei, veistu nokkuð um einhverjar góðar síður um sperm mobility?

1:24 PM

 
Anonymous Anonymous said...

ég hef komið til dominiska lýðv... já sty , ég !!! það var megnað!!!

2:32 PM

 

Post a Comment

<< Home