Oh oh oh oh well well...
Sólarhringurinn hefur snúist við. Ég reyndi, árangurslaust, að sofna áðan. Þannig er mál með vexti að ég þarf að keyra konuna í vinnuna klukkan 07 á eftir. Sumir velta því fyrir sér afhverju í ansk ég skuli vera keyra hana svona snemma dax í vinnuna, en það er einföld ástæða fyrir því. Hún er mér hjartansgripur og vil ég ekki sjá hana ganga í vinnuna nývaknaða og misstíga sig með þeim afleiðingum að hún geti ekki stundað almenna líkamsrækt næstu vikurnar. Fyrsti snjórinn hefur fallið á okkur og þ.a.l. geta sumar konur ekki ekið á bifreiðum sem enn hafa sumardekk, líkt og báðir bílarnir okkar. Ég nennti því ekki að keppa meir við andvökuna (bara til þess að sofna í 2 klst) og fór aftur á fætur, setti The cemetry með Architecture in Helsinki í headphones og hitaði mér kaffi, ferskt instant flugvélakaffi og er nú glaðv akandi. Hættur að geyspa.
Gey-spa. Eða Gay-spa. Það er til nóg af þannig spöum í stórborgum erlendis. Það minnir mig á hversu rosalega Paul Shaffer er leiðinlegur. Ég hef þó aldrei farið í þessháttar spa, en læt það liggja á milli hluta hvort Paul hafi gert það. Í næsta húsi við hótelið sem ég var með frúnni á í Vín sumarið 2004 var "Men Massage". Austurríki er stórkostlegt land. Gott verðlag, hlýlegt fólk, stórkostleg náttúra og hin nýja skattaparadís Evrópu. Eftir 3 ár ætla ég að hafa gott vald á þýsku og skilning á ítölsku.
Í kvöld gerði ég ekkert. Nákvæmlega ekkert. Sat í sófanum, rændi tónlist (Lady Sovereign) og horfði á TOTP á BBC prime. Þeir voru að sýna gamla lifandi tónlistarflutninga frá Kylie síðan á níunda áratugnum. Locomotion, i should be so lucky, franxa lagið og especially for you með Jason Donovan, voru á meðal þeirra laga sem litu daxins ljós. Þetta var árið 1987 og Micheal Jackson var svalur, svartur og vondi strákurinn. MJ er einmitt að fara gefa út nýja smáskífu í nóvember sem ber nafnið "From the bottom of my heart". Hvernig væri nú að fá Jason Donovan aftur og Trix morgunkornið, en það var bannað vegna litarefna, einsog hefði átt að gera varðandi MJ snemma á tíunda áratugnum. Til gamans má geta að framlag Dana til söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva árið 1986 var flutt af hljómsveitinni Trix.
2 Comments:
Ég er ánægður með þessi skrif þín, bæði vegna þess að þau eru áreynslulaus og skemmtileg, en einnig vegna þess að þau lengja bloggrúntinn minn. Sem er gott.
2:48 PM
lengi lifi MJ.
3:27 PM
Post a Comment
<< Home