ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Friday, November 04, 2005

Stefán Jón Hafstein er svo fínn gaur. Hress, skemmtilegur, ábyrgur og með mikla útgeislun. Svo hefur hann einnig unnið við hjálparstörf sem gerir hann að góðri manneskju. Einnig skartaði hann engu bindi í þættinum Ísland í dag og gaf hann ástæðuna að hann væri að fara á danssýningu hjá ÍD á eftir og vildi vera svolítið hipp og loose.

Einnig komst Svandís Svavarsdóttir vel frá sínu, dóttir Svavars Gestssonar fyrrverandi ráðherra og núverandi sendiherra í Svíþjóð. Hún er með góða lífsýn og stendur fyrir góðum málsstað fátækafólksins. Hún talaði um lýðræðið okkar, að allir eiga að geta tekið þátt og boðið sig fram í lýðræðislegum kosningum, en svo virðist ekki vera varðandi prófkjör sjálfstæðisflokksins vegna þeirra gríðarlegu útgjalda sem eru í formi kosningaskrifstofa og auglýsinga sem hafa fyllt dagblöð síðustu vikna, þú verður að eiga nokkrar milljónir til þess að safna fylgi og vera samkeppnishæfur. Hér er um að ræða lýðræði ríka fólksins, þar sem að hinir fátæku eiga ekki möguleika og þurfa að bjóða sig fram hjá öðrum listum til þess að komast á þing eða í borgarstjórn.



NBA. Sá tvo magnaða leiki á NBA TV, sem er hluti af fjölvarpinu, í nótt. Miami - Indiana og svo Lakers - Phoneix sem kláraðist þegar klukkan var farin að ganga sjö í morgun. Phil Jackson mættur aftur til LA og þríhyrningssóknina á að hanna í kringum Kobe Bryant og Lamar Odom sem pippenninn hans. Þeir áttu samt sem áður ekki möguleika gegn hröðu liði Suns og lék Steve Nash við hvern sinn fingur og var með tæplega 20 stuðsendingar. Þessi stöð er himnasending. Nú þarf einfaldlega að fara selja körfuboltamyndirnar aftur.

Skil ekki þetta Ragga Bjarna hype sem hefur verið í gangi síðan hann varð sjötugur. Hann er bara gamall karl.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Linkurinn á magical kicks virkar ekki!!! Hvert fór baggio? Er hann undir ísskápnum? -neeeei..
Er hann inní hátalaranum? -neeeei..
Er hann bak við sjónvarpið?
-neeei..

11:02 PM

 
Anonymous Anonymous said...

1. Ég elska Stefán Hafstein. Í umræddu viðtali var ekki aðeins ekki með bindi heldur hneppt vel niður á vel tanaða bringu, en það er stefna sem ég aðhyllist.

2.Magical Kicks er , af einhverjum ástæðum dáið, og búið að vera lengi.

3. Hvað á það að þýða að sneika inn mynd af mér og páfugli inn í þessa grein?

7:03 PM

 
Anonymous Anonymous said...

br8i þráðinum og nú er hægt að komast inná síðuna hans Baggio. Páfuglar eru cool. Þeir eru mjög fágaðir. Einnig er þetta skemmtileg myndataka.

1:18 AM

 

Post a Comment

<< Home