Gott er að taka daginn snemma.
Samkvæmt nýjustu tölum úr prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópavogi mun Samúel Örn Erlingsson taka annað sæti á lista þeirra fyrir borgar-, nei afsakið, bæjarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Alls tóku 2500 manns þátt í prófkjörinu. Sem er mjög gott því rúmlega 13.700 manns tóku þátt í síðustu sveitarstjórnarkosningum í Kópavogi og var þátttaka tæp 78 %. Samúel óskaði samt sem áður eftir fyrsta sætinu (eins og sannur íþróttamaður, stefnir á toppinn!) og reyndi að biðla til framsóknarmanna í Kópavogi í laugardagsútgáfu Morgunblaðsins, þar tók hann fram í pistli sínum að nú væru tímamót hjá Framsóknarflokknum og það þyrfti að tefla fram öflugum lista fyrir næstu kosningar. Þvílík innantóm þvæla ! En það sem verst er, það segja þetta allir frambjóðendur, sama í hvaða stjórnmálaafli þeir tilheyra ! Þó meigum við þakka guði (hér vilja sumir meina að það eigi að vera stórt G) fyrir að heilsíðuauglýsingar af Samúel birtust ekki í dagblöðunum. Einnig leit ég við í Smáralind í gærkvöldi og ekki voru þar neinir hetjufundir/gæsahúða-ræður á vegum Samúels Arnar, hinsvegar var fullt af LEGO kubbum í Vetrargarðinum og þar tók ég eftir einu sem gæti verið tákn upprisu bændasamfélagsins, ég sá ekki neitt tækni-LEGO. Annars er mér alveg sama um Kópavoginn, væri frekar fyndið ef íþróttafréttamaður hefði orðið fyrsti maður á lista Framsóknar í Kópavogi, segir sína sögu um sveitarfélagið, en segir enn meira um flokkinn, sannarlega tímamót þar á ferð. Til gamans má geta að Framsóknarflokkurinn fékk tæplega 28 % fylgi í síðustu bæjarstjórnarkosningum (2002), fengu 3 menn kjörna í bæjarstjórn og eru í meirihlutastjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ergo, Samúel Örn mun að öllum líkindum verða í bæjarstjórn næsta kjörtímabil. Ergo, við eigum eftir að sjá fullt af efnilegum blakleikmönnum koma úr grunnskólum Kópavogs á næstu árum.
5 Comments:
Sty, seldu öll verðbréf sem þú átt NÚNA, áður en það verður of seint. Án gríns.
1:52 AM
Fjármálaráðleggingar frá ungum og myndarlegum manni í doktorsnámi í Bandaríkjunum sem aldrei hefur gert mistök á ævi sinni og er í raun hinn fullkomni maður hljóta að vega þungt.
4:53 PM
afhverju kæri úlfar ?
10:15 PM
KB fer yfir 700 á næstu 6 mánuðum, en ég er með mest allt mitt í LAIS sem fer yfir 30 á næsta hálfa ári. Þar ætla ég að halda peningunum þangað til í ágúst 2006.
10:36 PM
þá sýpur þú seyðið af því þegar hamarinn fellur
3:48 PM
Post a Comment
<< Home