ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Thursday, November 24, 2005

N´sync.

"Sá sem kemur aftur er aldrei sá sami og fór", er aldrei of oft kveðin vísa, en þannig hefst ljóðið að farga minningu eftir Stefán Hörð Grímsson. Heimkoma. Við þurfum að aðlagast breyttum aðstæðum á stað sem við héldum að við þekktum fyrir, við þurfum að aðlaga hin nýju lífsviðhorf að samfélagi sem við vorum hluti af, en eigum erfitt með að finna torfuna okkar og getum ekki notað spjaldið. Við höfum fjarlægst gamla samfélagið okkar. Ókenndin hefur fundið aftur samastað hjá okkur, aftur, hún hefur verið allt í kringum okkur síðan við fæddumst og byrjuðum að stunda samfélagið og vera hluti af því. Því gerir ókenndin það að verkum að við getum horft á samfélagið okkar úr ákveðinni fjarlægð. Við finnum fyrir ókennd alls staðar í kringum okkur. "Unheimlichkeit". Þegar við höfum loxins aðlagast umhverfinu okkar þá finnum við á ný fyrir ókenndinni á stað þar sem við þekktum hvern krók og kima, því við komu nýrra andlita breytast aðstæður snögglega. Við þróumst hratt og ört og við getum ekki ætlast til þess að vera hluti af hverri breytingu. Sumir vilja meina að ókenndin sé af hinu góða en óöryggið sem fellst í ókenndinni er oft svo mikið að sjaldan viljum við finna fyrir því og höldum okkur í umhverfi sem við þekkjum, en afhverju ekki að horfa framhjá óörygginu innra með okkur og kanna hið nýja og vera forvitin og öðlast nýja reynslu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home