ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Wednesday, November 30, 2005

Myspace er augljóslega það heitasta í dag, samt sem áður ætla ég ekki að falla í gryfju tískunnar og búa mjér til myspace svæði. Ég þarf ekki að tjá mig í gegnum þessháttar máta. Læt mjér duga að setja hingað inn daglega þannka og skemmtilega linka, en það er víst einnig það heitasta samkvæmt þínum kokkabókum, Haukur, en meira um mömmu hans síðar. En djöfull kunna sleater-kinney að rokka þrátt fyrir að kunna ekki allt á hljóðfærin sín. Þrjár sveitastelpur sem láta ekki bjóða sér hvað sem er. Er að leita að einhverju að gerast í Boston í lok desember en finn lítið, ætli maður kíki ekki bara á einhverja töff arty farty klúbba vegna þess að í dag er svo töff að vera arty, skal fallast á það, ætla samt ekki að fá mjér myspace svæði. Held að allir geti verið sammála um það að hið venjulega og augljósa er orðið þreytandi og heilsuskemmandi. T.d. tónlistin á kofanum síðasta laugardag og sjónvarpsþátturinn friends. Raxt á þennan skemmtilega ferðavef --> IITII <-- En hann er kannski of venjulegur fyrir þig og þar af leiðandi ekki töff. Vil hrósa mömmu hans Hauks Arnar fyrir þennan stórskemmtilega link --> IIZII<--

Svo virðist sem allir séu að eignast börn í dag, það er eitthvað rosalega töff. Að eiga krakka! Fyrir þrítugt. Gleðst ég með þeim sem það vilja, en ekki skil ég hvers vegna fólk vill eyða sínum yngri árum við að ala upp barn. Því miður er þetta ekki eitthvað fyrir mig. Stundum er þó ekkert val þar sem að óhöppin gerast og að sjálfsögðu er ég á móti fóstureyðingum þegar að stúlka verður ólétt og er í góðu sambandi. Lífið er eitthvað til þess að fagna. Ég læt mér kött duga. Vil ekki eignast barn fyrr en eftir þrítugt, nú eða ættleiða, er ekki nóg til af fólki í heiminum og börn að deyja úr fátækt í þróunarlöndum, hvers vegna ekki að veita einu bágstöddu barni gott heimili ?

Næsta laugardag verður uber stuð á grand rokk með Bob Log III svo verður eitt djamm með ameríska úlla helgina 16-18.des og jafnvel að einhverjum detti í hug að gera gott úr síðasta prófdeginum 21.des sem er miðvikudagur. Væri alveg til í dúndur þá.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

já, þarna erum við hjartanlega sammála ! Ekki vildi ég verða óléttur.

2:13 AM

 
Anonymous Anonymous said...

úFf, ég verð að fá mér myspace.

12:36 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Jamm, mamma mín er töff, enda varð hún ólétt af mér tvítug, það er 20 ára. Hélt alltaf að ég væri slysabarn (ergo sökum ungs aldurs hennar) en svo er víst ekki. Getnaður var planaður.

2:54 PM

 
Anonymous Anonymous said...

það er gott að vera skipulagður.

5:29 PM

 

Post a Comment

<< Home