Athyglisvert að skv. meðalframfærslukostnaðarútreikningum Hagstofunnar eyða hjón með eitt barn 30% meira á mánuði í áfengi og tóbak en barnlaus hjón (7.477 kr. á móti 5.718 kr.). Þetta eru frekar fyndnar niðurstöður. Með öðru barninu minnkar neyslan en með því þriðja kemst hún í svipað horf og með eitt barn á heimili. Fjórða afkvæmið dregur úr þessari átvr-neyslu.
Heilbrigða skýring á þessu er að sjálfsögðu sú að "hjón" eru yfirleitt komin af léttasta skeiðinu, börnin eru sumsé flutt að heiman. Hjón með eitt barn eru yfirleitt yngri en hjón með tvö.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home