ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Sunday, December 18, 2005

Undirritaður rak upp stór augu þegar hann las opið bréf Sigríðar Mjallar Björnsdóttur til forseta Íslands og forsætisráðherra sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 18.desember. Sigríður gagnrýnir þar ákvarðanir forseta Íslands og forsættisráðherra að hafa óskað Unni Birnu Vilhjálmsdóttur til hamingju með sigurinn í keppninni ungfrú heimur. Samkvæmt Sigríði var sú ákvörðun hreint og beint dómgreindarleysi af hálfu forseta og forsætisráðherra vorrar þjóðar. Sigríður tekur fram að það hafi verið óviðeigandi af forseta Íslands, sem sameiningar tákns okkar, að taka afstöðu til máls sem þjóðin er ekki sammála um. Tel ég hinsvegar að meirihluti þjóðarinnar sé sammála afstöðu herra Ólafs Ragnars og frú Dorritar, annars er alltaf hægt að setja málið til þjóðaratkvæði til þess að útkljá þetta. Í þessu sambandi langar mig að koma að fyrirkomulagi keppninnar. Kosning fór fram á netinu um hvaða 6 stúlkur kæmust í lokahópinn. Almenningur gat kosið á netinu gegn vægu gjaldi um hvaða stúlku þeir vildu sjá í lokahópnum og tekið var mið af íbúafjölda þeirra landa sem í keppninni voru þegar atkvæði voru talin. Það þýðir að íslenska þjóðin var dugleg að styðja Unni Birnu með atkvæðum sínum, við erum jú heimsmeistarar þegar keppt er í einhverju þar sem tekið er mið af fólksfjölda. Unnur var svo valin úr þessum sex manna hóp til þess að taka að sér þau verkefni sem felast í hlutverki ungfrú heims. Þegar Sigríður líkir keppninni ungfrú heim við blautbola- og nektardanskeppnir þá var mér nóg boðið. Keppnin ungfrú heimur er allt annað. Þar er keppt um að verða sendiherra barnahjálpar og ferðast um heiminn og vekja athygli á málefnum bágstaddra barna. Dómnefn ber að velja unga konu sem er með báðar fætur á jörðinni og mun verða góður sendiherra barnahjálpar. Við ættum að vera stollt af vali dómnefndar og fagna því þegar íslenskur ríkisborgara tekur að sér jákvætt málefni á borð við þetta og á án efa eftir að verða landi og þjóð til sóma. Við verðum að gera okkur grein fyrir vali dómnefndar. Unnur var í íþróttalið Norður-Evrópu í íþróttakeppni keppninnar og lennti hún meðal annars í öðru sæti í langstökkskeppninni. Einnig tók hún þátt í hæfileikakeppninni og sýndi þar dansatriði enda kennir hún jassballet hér á landi. Svo stundar hún nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og starfar við löggæslu í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ungfrú heimur þarf vissulega að vera geislandi persónu og vissum hæfileikum gædd til þess að geta vakið athygli á málefnum þeim sem hún mun starfa við næsta árið, því má líta á þessa keppni sem eitt stórt atvinnuviðtal og fékk Unnur Birna þessa eftirsóttu vinnu og því ber að fagna. Spurning hvort framlag hennar til góðgerðamála eigi eftir að skila meiru varðandi heimsfrið heldur en fyrirhuguð seta Íslendinga í öryggisráði sameinuðu þjóðanna.
Er þetta virkilega svo slæm fyrirmynd fyrir dætur okkar ?
Árlega veitir forseti Íslands verðlaunin íþróttamaður ársins og samþykkir þar af leiðandi þau gildi sem sá einstaklingur hefur tileinkað sér það árið á sviði íþróttanna. Eiður Smári Gudjohnsen hlaut þessi verðlaun í fyrra og er hann fyrirmynd flestra ungra drengja á Íslandi. Er hann eitthvað betri fyrirmynd en Unnur Birna ? Fullvaxinn karlmaður sem hefur það að atvinnu að stunda boltaleik ? Þrátt fyrir að vera mikill fótboltaáhugamaður þá vildi ég frekar að dóttir mín liti upp til Unnar í stað Eiðs Smára, þó einungis vegna þess að hún komst þangað sem hún er sökum heilbrigðis, námsárangurs og góðrar framkomu, en ekki einsvörðungu vegna íþróttahæfileika. Við íslendingar ættum að vera henni þakklátir árangurinn og styðja hana í stað þess að gagnrýna fegurðarsamkeppnir sem slíkar, en veitum því athygli að þær hafa breyst og eru farnar að taka meira mið af heilbrigði og lífsviðhorfum keppenda en þær gerðu áður.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home