"Úlfar said...
Sty, seldu öll verðbréf sem þú átt NÚNA, áður en það verður of seint. Án gríns."
1:52 AM 13.november 2005.
Eftir þessa tilvitnun Úlfars í athugunarkassa á blogghöfninni minni þá hefur hlutabréfasafn mitt vaxið um 7.8%, en það verður að teljast ágætis mánaðarávöxtun. Fyrir töluóþennkjandi aðila þá útfærist þessi aukning á eftirfarandi hátt: Ein milljón fyrir mánuði síðan er í dag orðin að einni milljón, sjötíu og átta þúsund íslenskar krónur. Ég ætla hinsvegar ekki að gefa upp minn raunverulega hagnað af hlutabréfasafninu mínu en fyrir leikmenn þá er hálfs árs ávöxtun þess 27.11%. Safnið mitt samanstendur af Landsbanka Íslands, KB Banka, Actavis, SÍF, Mosaic Fashions og Dell Computers, sem er eina fyrirtækið á öðrum markaði en þeim íslenska. Vægi bréfanna í safninu er að sjálfsögðu mismunandi, allt frá því að vera tæplega 37% niður í rúmlega 6%.
Góða nótt.
3 Comments:
If I could have those TBS reports on my desk by...monday...that would be great. Yeah.
2:00 PM
Ég vildi vita hvort ég gæti haft áhrif á markaðinn með smá hysteríu. Kannski þú segðir kókaínfrændanum frá þessu, og þaðan rataði þetta í Rikka Daða o.s.frv. og keðjuverkunin myndi valda algjöru panic á trade-borðunum.
4:13 AM
Mhm, þetta er allt spurning um afleiðuviðskipti.
12:31 PM
Post a Comment
<< Home