ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Monday, December 26, 2005

Hlutafjárútboð í Jólasveininum

Maðurinn með hvíta skeggið í rauða búningnum er enn á ný kominn í fréttirnar, nú vegna hlutafjáraukningar í verðmætasta vörumerki í heimi, Jólasveininum.
Vinir jólasveinanna segja að það sé ekki auðssöfnun sem hvetji þá áfram þrátt fyrir fyrirhugað hlutabréfaútboð í Jólaveininum heldur sé markmiðið að breikka hlutahafahópinn og auka tiltrúna á jólin. Góð samskipti við Grýlu, Leppalúða, álfa og tröll, bros barnanna og góð jólastemming er meira virði en peningar í huga þeirra. Jólasveinarnir hafa mikla tiltrú á hlutafjárútboðinu þrátt fyrir litlar efnislegar eignir, þar sem viðskiptavild sé eitt að töfraorðunum í dag.
Jólasveinarnir sáu tækifæri í jólunum á sínum tíma og þróuðu viðskiptahugmynd, með að útvíkka jólahátíðina og leggja áherslu á stemmingu og veisluhöld, á meðan aðrir töldu eina viðskiptatækifærið felast í sameiningu jólanna við gamlárskvöld. Þeir viðurkenna þó að þeir hafi ekki fundið upp jólin heldur eingöngu endurskipurlagt þau.
Sérstakur stjórnunarstíll jólasveina, sem samanstendur af góðri slettu af jólaöli og harðri stjórn á hreindýrunum, hefur vakið eftirtekt. Jólasveinunum hefur tekist að byggja upp viðskiptaveldi sem nær yfir stóran hluta jarðarinnar og veltir mörgum milljörðum króna. Til samanburðar voru jólin aðeins tveggja daga hátíð hér áður fyrr með lítilli markaðshlutdeild, aðallega haldin í kirkjum og á einkaheimilum. Í dag er næstum jafnmiklu fjármagni eytt í jólahátíðina og í heilbrigðis- og menntamál.
Formúlan á bak við velgengni jólanna er góð vörustjórnun, sem hefur hjálpað jólasveinunum að heimsækja þúsundir verslunarmiðstöðva á dag og fylla óteljandi skó á nóttunni.
Jólin líkt og aðrar atvinnugreinar hafa þurft að glíma við óvissu í sínum rekstri, s.s. heimsvæðingu, samkeppni, tækninýjungar og aukna netverslun. Í augnblikinu vinna þessir þættir með jólunum, en áhættuþættir eru nokkrir. Á meðal helstu áhættuþátta eru minnkandi tiltrú almennings á jólunum og slysahætta. Stóra spurningin er því: Hver getur tekið við af jólasveinunum ef eitthvað gerist og væru jólin söm án þeirra?

Annars langar mig að minna þig á Jan Mayen tónleikana á morgun, annan dag jóla, á Grand Rokk. Viltu ekki koma í heimsókn annað kvöld, gleðjast með okkur og halda svo á tónleika? Svo hittir þú okkur ekkert fyrr en 9.janúar þegar við komum heim frá Mexico.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home