Er ekki rangt að brenna erlenda þjóðfána ? Er það ekki vanvirðing gagnvart erlendum samfélögum. Þjóðfáninn er sameiningartákn, hann ber að virða og lofa. Nú skil ég reiði múslima varðandi skopmynd af spámanninum þeirra, en mér finnst að þeir ættu ekki að falla í sama pyttinn og hefna sín. Þetta hlýtur að vera öfund út í hinn vestræna heim og gildi þeirra. Þeir þurfa að sýna því skilning að á vesturlöndum ríkir tjáningarfrelsi. Hér rekast saman tveir ólíkir menningarheimar sem gerist í kjölfar heimsvæðingarinnar. Aukið menntunarstig og virðing fyrir hinum mismunandi gildum ólíkra samfélaga er leiðin í átt til þess að geta lifað í friðsamari heim. Lausn Dana er sú að ritstjóri Jótlandspóstsins segi af sér. Að múslimar fari fram á að ríkisstjórn Danmerkur biðjist afsökunar á framfæri Jótlandspóstsins opinberlega er hrein fávissa.
(Guðmundur sem talar fyrir Sigga sæta í Latabæ er frekar fyndinn kauði, hann gerir góðfúslegt grín af sjálfum sér í Kastljósinu í viðtali með Magga Scheving hjá hinni öfga brúnu Ragnheiði/Steinunni.)
Sigmar Guðmundsson: "Siggi, erum við að verða heimsmeistarar?"
Sigurður Sveinsson: "Já, það getur vel verið."
Langar að taka það fram að við erum að keppa á evrópumóti og getum þ.a.l. ekki orðið heimsmeistarar um næstu helgi.
2 Comments:
Allt þetta múslimafjör er bara vítahringur, sbr. myndina Munich. Sem er fín mynd, og ágætis innsýn, en engan veginn besta mynd ársins.
1:36 PM
Þarf að kíkja á hana...
En hvað er málið með nasista kveðjuna frá veðurfréttamanninum á RUV sem hann sendir áhorfendum eftir að hafa upplýst þá um veðurfar næstu daga ?!
7:41 PM
Post a Comment
<< Home