ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Tuesday, May 16, 2006

Ég skellti mér á Landsbankadeildina í kvöld að sjá leik Vals og Breiðabliks. Nei, ég borgaði mig ekki inn. En það skemmst frá því að segja að þetta var þvílík hörmung. Ég ætla ekki á annan leik í sumar. Það bjargaði deginum að sjá leik Cleveland og Detroit á NBA TV áðan, sem var samt ekki í háum gæðaflokki, en hann var spennandi.

Mikið hefur verið fjallað um minnkandi umsvif á fasteignamarkaði að undanförnu. Ef hinsvegar marka má tölur um veltu á fasteignamarkaði í síðastliðinni viku eru enn töluverð viðskipti á fasteignamarkaði. Alls var þinglýst 186 kaupsamningum, þar af
voru 136 eignir í fjölbýli, 36 eignir í einbýli og 14 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan nam 6,2 milljörðum og var meðalupphæð á samning um 33,3 milljónir króna. Að meðaltali hefur verið þinglýst um 170 kaupsamningum á viku undanfarið ár og því er veltan nú yfir meðaltali í síðustu viku. Verulega dró úr fjölda þinglýstra kaupsamninga í apríl en ástæðu þessa má að stærstum hluta rekja til fjölda frídaga í mánuðinum.*

Fréttaumfjöllun um yfirvofandi lækkanir á fasteignamarkaði hefur einvörðungu farið fram á fréttastofu NFS og er það eftirtektarvert að fréttahaukurinn Kristinn Hrafnsson hefur án undantekningar skrifað fréttirnar. Þessi hræðsluáræður Kristins er ekki á neinum rökum reistur. Allar greiningardeildir bankanna hafa spáð áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði að nafnvirði, en þó lækkun að raunvirði, sem þýðir að fasteignamarkaðurinn muni hækka um 0.1%-7.5% á 12 mánaða tímabili. Til gamans má geta að Kristinn varð gjaldþrota fyrir nokkrum mánuðum og voru eignir hans (þ.m.t. fasteign) gerð nauðungarsölu. Þetta gæti haft áhrif á fréttaflutning hans. Tel ég þennan fréttaflutning, sem er ekki á neinum rökum reistur, vera knúinn áfram af eigin hagsmunasemi.

*Heimild: Greiningardeild KB Banka, hálf fimm fréttir, 15.maí.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vel greint. Skýrt og skilmerkilegt. Góð heimildavinna.

1:22 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Cod!

7:56 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Quite fishish.

12:07 AM

 

Post a Comment

<< Home