Ég skellti mér á Landsbankadeildina í kvöld að sjá leik Vals og Breiðabliks. Nei, ég borgaði mig ekki inn. En það skemmst frá því að segja að þetta var þvílík hörmung. Ég ætla ekki á annan leik í sumar. Það bjargaði deginum að sjá leik Cleveland og Detroit á NBA TV áðan, sem var samt ekki í háum gæðaflokki, en hann var spennandi.
Mikið hefur verið fjallað um minnkandi umsvif á fasteignamarkaði að undanförnu. Ef hinsvegar marka má tölur um veltu á fasteignamarkaði í síðastliðinni viku eru enn töluverð viðskipti á fasteignamarkaði. Alls var þinglýst 186 kaupsamningum, þar af
voru 136 eignir í fjölbýli, 36 eignir í einbýli og 14 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan nam 6,2 milljörðum og var meðalupphæð á samning um 33,3 milljónir króna. Að meðaltali hefur verið þinglýst um 170 kaupsamningum á viku undanfarið ár og því er veltan nú yfir meðaltali í síðustu viku. Verulega dró úr fjölda þinglýstra kaupsamninga í apríl en ástæðu þessa má að stærstum hluta rekja til fjölda frídaga í mánuðinum.*
Fréttaumfjöllun um yfirvofandi lækkanir á fasteignamarkaði hefur einvörðungu farið fram á fréttastofu NFS og er það eftirtektarvert að fréttahaukurinn Kristinn Hrafnsson hefur án undantekningar skrifað fréttirnar. Þessi hræðsluáræður Kristins er ekki á neinum rökum reistur. Allar greiningardeildir bankanna hafa spáð áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði að nafnvirði, en þó lækkun að raunvirði, sem þýðir að fasteignamarkaðurinn muni hækka um 0.1%-7.5% á 12 mánaða tímabili. Til gamans má geta að Kristinn varð gjaldþrota fyrir nokkrum mánuðum og voru eignir hans (þ.m.t. fasteign) gerð nauðungarsölu. Þetta gæti haft áhrif á fréttaflutning hans. Tel ég þennan fréttaflutning, sem er ekki á neinum rökum reistur, vera knúinn áfram af eigin hagsmunasemi.
*Heimild: Greiningardeild KB Banka, hálf fimm fréttir, 15.maí.
3 Comments:
Vel greint. Skýrt og skilmerkilegt. Góð heimildavinna.
1:22 PM
Cod!
7:56 PM
Quite fishish.
12:07 AM
Post a Comment
<< Home