ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Sunday, November 11, 2007

Maotonic.

Eftir mikið ferðalag heimsálfa á milli er ég kominn heim. Reynslunni ríkari og nokkrum krónum fátækari enda ekki annað hægt þegar að rafmagnstæki í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum er óheyrilega ódýr þá getur þú ekki farið án þess að fjárfesta í XboX360 fyrir tæplega 23.000 isl. kr. Í stuttu máli sagt þá var Kína lame (nema kínmúrinn og Uighur matur)ogg-----, kynni okkar af næturklúbbseiganda, altso nýríkum Kínverja sem flúði landið fyrir 25 árum og kom aftur fyrir 5 árum eftir útlegð og með sínu nefi dróg að tældi til sín álitlegar fjárfestingar og að endingu opnaði skemmtistaðinn MAO í Shanghai. Þetta kvöld okkar á staðnum hlustuðum við á frásögn hans af flótta sínum yfir Síberíu og upp til Noregs. Hann fyllti okkur af áfengum kokteilum og þónokkrum viský glösum síðar vorum við komin í dúndrandi electro stuð á dansgólfinu með kínverskum og finnskum innanhúsarkitektum í takt við plötusnúninga Princess Superstar.

Dubai er mögnuð. Allt þar er magnað. Vægast sagt. Múslimar eru magnaðir.

Frakkland. Paris. Tecktonic. ÞAÐ ERU ALLIR AÐ FUCKING DANSA ÚTI Á GÖTUM Í PARIS! Hvítt fólk getur ekki krumpað en hvort það getur tecktónað!!! Meiraðsegja leigubílstjórinn sagði við okkur á leiðinni frá flugvellinum að hótelinu okkar: "Dance is my life, I am a proffessoré of dance". Við: "OK!!!, so... what do you teach?" Jaqués: "I teach tecktonic".

Það tók mig smástund að kveikja. Svo ákvað ég að láta reyna á kunnáttu mína í þessum tecktonic fræðum og spurði hann hvort að myndabandið með Yelle (a cause de garsons, sem ég póstaði hér í síðustu færslu) væri ekki tecktoníc. HVAÐ HELDUR ÞÚ! Patricé: "I know Yelle, this is my friends dancing, I teach them."













2 Comments:

Blogger Unknown said...

Touché.

10:25 PM

 
Anonymous Anonymous said...

ég fagna hér með endurkomu þinni formlega.

9:57 AM

 

Post a Comment

<< Home