hæhæ
var að DJ í gær (laugardag) á kofa tómasar frænda, það var voða fínt. En hvernig er það, að DJ á svona litlu kaffihúsi? jú... viti menn... þetta er nú aðeins stærra en neðri hæðin á prikinu og er ekki alltaf rosa tjútt þar... heldur betur, hvað haldið þið. Þetta var ohtrueleg stemning í gær og er ég ánægður með mætinguna og var sérstaklega gaman að sjá fólk mæta í eighties samfestingum og er ég ekki frá því að Eyjólfur Kristjánsson hafið litið við. Allir dansandi uppi á borðum og allt vitlaust, sagði barkonan sem var við vinnu sína að hún hefði ekki c-ð annað eins í þau ár sem hún hefur unnið þarna. Er þetta eitthvað sem við þurfum að endurtaka... og vera jafnvel enn fleiri og gera þetta að staðnum okkar og hafa þetta svona einsog í denn. Systir mín var einmitt að segja mér frá því hvernig þetta var hérna fyrir 6-8 árum, þá var Kofinn alltaf troðinn og erfitt var að fóta sig. Fastakúnnarnir voru á staðnum og var þetta alltaf viss stemning að líta við á kofanum og þefa af þessari sérstöku stemningu sem var í þá daga. Við skulum búa til okkar eigin lykt og láta staðinn ilma. yes. (þ.a.s. ef ég fæ að spila þarna aftur:).
Næst er það hverfis á fimmtudaginn... það verður örugglega ákaflega rólegt og hentugt.
Á einhver miða á Arsenal - Manchester United 16.april... ég verð í London og mig vantar miða... hæhæ.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home