I´M A PIMP BY BLOOD !
Jæja, þá hefur eitt árið enn runnið sitt skeið. Og nýtt ár hafið með öllum sínum fögru heitum og vonum. Vonum um betra líf. Á heimasíðum okkar geturðu kynnt þér það sem við í Baðhúsinu, Sporthúsinu og Þrekhúsinu bjóðum upp á í byrjun þessa glænýja árs. Okkur þykir samt ráðlagt að benda fólki á að við erum ekki með neinar töfralausnir. Trúum einfaldlega ekki á þær. Það eina sem virkar er hreyfing . Að hafa fyrir því sem þú stefnir að, hvort sem það er að auka þol, minnka kólesterol, rækta samband við vini, auka vöðvamassa, ná betri andlegri líðan, eða jafnvel bara að fara i nudd mánaðarlega. Það er ekki nóg að hugsa um það, það þarf að taka til hendinni og gera eitthvað í þvi lika. Eitt er víst, úr nógu er að velja, bæði hér í húsunum okkar svo og annars staðar.
Ég þekki það sjálf af eigin reynslu hversu dýrmæt heilsan er. Fyrir nokkrum vikum lagði ég af stað í átt að markmiði sem ég hef sett mér. Áætlun sú felst í að léttast um þó nokkur kíló, styrkja mig og auka þol. Ég lagðist yfir hvað er í boði, hvað hentar mér, hversu mikinn tíma þetta tekur og fékk svo faglegar ráðleggingar frá starfsfólki mínu við undirbúning og útreikning raunhæfrar útkomu áætlunarinnar.
Vissulega vildi ég geta tekið auðveldu leiðina sem væri væntanlega í gegnum einhverskonar töfrapillu eða töfraduft, eins og margar auglýsingar gefa þvi miður til kynna. En ég veit að það virkar ekki til langframa.
Einhversstaðar las ég alls ekki fyrir löngu að það tæki um 16 skipti þar til eitthvað yrði að vana. Viti menn. Jafn erfitt og það var að hafa mig af sað i ræktina aftur eftir þó nokkurt hlé, þá lét ég mig hafa það. Ég einfaldlega varð þar sem ég var búin að gefa yfirlýsingar um markmiðið. Núorðið hugsa ég með tilhlökkun flesta daga um að fara og taka á í tækjasalnum, enda líður mér svo undursamlega vel á eftir. Án alls efa ríkulega þess virði. Og ekki nóg með ferðirnar í tækjasalinn því ég hef þess heldur tekið upp á því að fara í daglega göngutúra meðfram strandlengjunni með hundana mina . Þetta átak mitt er greinilega smitandi og við erum öll miklu léttari á okkur fyrir vikið!
Það sem auðveldar mér að hafa mig af stað er að hafa æfingafatnaðinn og geislaspilarann tilbúinn í töskunni fyrir næsta dag svo ég þurfi ekki annað en gripa hana með mér þegar ég fer út úr húsi næsta dag. Fyrir mig er það algjört skilyrði að hafa góða tónlist til að hlusta á meðan ég er á hlaupabrettinu og að sjalfsögðu þurfa skórnir að vera þægilegir.
Og ekki má gleyma vatninu.
Eftir að kilóin fóru að fjúka af likama mínum finnst mér ég hafa yngst um nokkur ár. Nú hlusta ég helst bara á góða hip-hop tóna meðan ég skokka eftir hlaupabrettinu áeiðis að settu marki.
Svo hef ég ákveðið að eftir að markmiði minu verður náð þá ætla ég að hreinsa til í fataskápnum og afhenda góðgerðarfélagi fatnað minn. Þá geta þeir sem minna mega sín fengið að njóta hans ef þeir vilja. Þannig get ég gefið til baka til samfélagsins.
Von mín er að pistill þessi geti orðið einhverjum hvatning til að leggja af stað i átt til betra og heilsusamlegra lífs.
Trúðu mér, það er til lausn og hún er svo sannarlega þess virði.