ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Tuesday, November 18, 2003

nýr heimur, new world, neu reich, el pato !!!

Monday, November 17, 2003

Heyrnarlausa stelpan:

Ég ætla að gera tilraun til að færa í orð eina merkilegustu lífsreynslu sem ég hef lent í.

Um helgina, nánar tiltekið á Laugardaginn, lenti ég nefnilega í atviki sem felur í sér flesta af hinum sammannlegu þáttum, og þá sérstaklega ást og kærleik, skilning og samúð.

Mér finnst vel við hæfi að þessi magnaði atburður hafi einmitt gerst í röðinni fyrir utan Hverfisbarinn, sem, eins og Róm, allir vegir liggja til. Og það hvarflar að mér nú að það hafi kannski ekki verið nein tilviljun að þetta gerðist þar sem það gerðist: Hverfis sér jú um sína.

En nú skal ég, lesandi góður, fara að vinda mér í kjarna málsins, en ég vil samt taka það fram að ég skil það mjög vel ef þú ert orðin óþolinmóður. Ég vil samt fullvissa þig um að biðin er senn á enda, og ég mun innan skamms greina ítarlega frá því sem gerðist.

Nú.

Ég hitti meðal annars Heiðrúnu og Láru í hringiðu skemmtanalífsins, og það var ekki fyrr en ég hafði sannfært þær um að fara á Hverfis að öldurnar fóru að lægja og ég gat andað léttar. Ég hlýddi kalli Barsins-Hverfis og lét mig aðmjúkur sópast með straumnum.

Það gerðu hins vegar fleiri, mun fleiri, og röðin var að þessu sinni gríðarleg. Eftir misheppnaðar tilraunir til að VIP-ast fórum við bara í röðina eins og hitt pakkið. Og nú fóru hlutirnir að gerast hratt. Skyndilega sáum við Sóla, einnig þekktur sem Massimio Soli, í röðinni, og skyndilega, eins og elding hefði lostið okkur var Lára byrjuð að þykjast vera heyrnarlaus, ég var byrjaður að tala táknmál við hana með miklum handabendingum og tilþrifum, og Sóli var byrjaður að öskra á hana og úthúða henni fyrir að vera heyrnarlaus, á meðan ég var reiðilega en stillilega, á meðan ég var að blaðra með höndunum og þýða fyrir Láru, að segja honum að hún væri heyrnarlaus og myndi hann vinsamlegast vilja láta hana í friði?

Ég þarf væntanlega varla að taka það fram að allir, og þá meina ég allir sem voru í röðinni og í heyrnarfæri við þessar aðfarir fóru að blanda sér í málið (Ég, Lára og Sóli vorum öll í leiklist í MS...you know.) og Sóli varð mjög fljótlega óvinsælasti maðurinn í röðinni á Hverfis, sem sagt á Íslandi.

En áður en lengra er haldið og saga mín nær allt að þí spasmótísku hámarki sínu verð ég að minnast á andlitið á Láru á meðan þetta gekk á. Stúlkan sú hélt nefnilega allan tímann svip sem einungis er hægt að lýsa sem blöndu af ásjónu engils og hins endanlega sakleysis, og hins endanlega idíjóta. Og þau ásækja mig ennþá þessi uppglenntu augu, þetta hálf-mongólítalega bros, feimnislegar og hálf-spastískar handa og fingrahreyfingarnar.

En allavega. Fólk fór að gera hróp að Sóla, hvað var eiginlega að honum, sá hann ekki að stelpan var heyrnarlaus? En við þessu brást Sóli að sjálfsögðu afar illa við, sagði fólki að þegja og halda kjafti, og hélt síðan áfram að hella sér yfir hina heyrnarlausu Láru, og ég hélt áfram að þýða fyrir hana og reyna að róa hana þó að hún væri ekkert æst, milli þess sem ég lýsti yfir fyrirlitningu minni á honum.

Antíklímax er svo að sjálfsögðu bara hvernig heimurinn virkar, á endanum hleypti dyravörðurinn heyrnarlausu stelpunni og mér, verndaranum hennar, inn, á meðan Sóli, vondi maðurinn, og Heiðrún, sem kannski var kærastan hans, það var ekki alveg ljóst, urðu eftir.

En þá var hápunkturinn löngu liðinn hjá, horfinn inn í nóttina, þessi heilaga stund í tíma og rúmi þegar önnur af stelpunum sem var fyrir aftan okkur gat ekki lengur orða bundist og sagði stórhneyksluð við Sóla:

"Hvað er eiginlega að þér maður, geturðu ekki látið hana í friði þó að hún sé þroskaheft, nei ég meina heyrnarlaus?"

Barst fyrir nokkru póst frá Remmy nokkrum Abu, sem eðli málsins samkvæmt ég þekki ekki neitt...og subjectið(sem betur fer var subject) var einfaldlega: Trust.

Bréfið var svo hljóðandi:

Dear Sir,
Let me first apologise to you for any embarrassment this mail might cause you. I am DR REMMY ABUBAKAR, a cousin to the Vice Presidentof the Federal Republic of Nigeria (Alhaji Atiku) and Executive Director of SADIQ PETROLUEM LTD.I have decided to contact you for this business proposal based on the mutual understanding I know that can exist between us, having known that people of your Country are trustworthy. Since May 1999 when the new Government came to power,large sums of money have been recovered from our past military leaders who siphoned money from Nigeria and deposited it in offshore accounts in Europe,America,Asia and some parts of Africa, for their own selfish benefits. This happened during the military regime,Now we are under a democratically elected government. This fund was among the money recovered and seized by the Federal Government of Nigeria. Hence, my elder cousin (Alhaji Atiku Abubakar) the Vice-President of Nigeria is in charge of all off-shore accounts seized and retrieved from our past military leaders.Therefore, we urged you to assist us provide a very vital offshore account, where the sum of US$25,000,000.00 (Twenty Five Million) US Dollars will be transferred for safe keeping. Presently, this money is in a foreign Country I cannot mention now.Please note that other information will be detailed to you on the receipt of your reply. My elder cousin and I have agreed to give you (the account owner)for this transaction 30% of the total amount remitted while 60%is for me and Cousin Atiku, for the purchase of foreign investments, with your assistance after the money have been disbursed, while 10% is for expenses both of us will incur. Note, I have been mandated by my elder cousin to handle this deal with you, due to his position in the Nigerian Government as the second citizen. Therefore, if my proposal satisfies you, kindly contact me via my e-mail address and enclose your phone and fax numbers for urgent confidential discussion.Your letter of acceptance indicating your personal telephone and fax numbers to enable us move ahead. Besides, this transaction is risk-free and hoped to last 7 (seven) banking days upon my elder cousin Alhaji Atiku Abubakar's authorisation.I thank you for your expected co-operation. God Bless you.
Best Regards.
REMMY ABUBAKAR.

Ykkur sem lesa þetta er frjálst að hafa samband við herra Remmy og nýta ykkur þetta ótrúlega tilboð, ég er nefnilega að hugsa um að gera það ekki.

Monday, November 10, 2003

Þá hefst ný vika, vika sem er, eins og aðrar vikur, vika nýrra vona og drauma og vonbrigða. Þetta er vika sem rýkur á undan þér og byrjar á undan þér. Og skyndilega hefst mánudagurinn og þú breiðir sængina yfir haus og segir lágt og biturlega: "Ég trúi þessu ekki. Ég bara trúi þessu ekki."

Það stoðar hins vegar lítið, eins og fyrri daginn, og áður en þú veist af siturðu við eldhúsborðið og reynir að troða í þig Cheeriosi á meðan líkaminn, sem er ennþá sofandi, mótmælir stöðugt með þreytu, óþægindum og almennri vanlíðan.

Óumflýjanlega liggur leiðin svo út í dimman og kaldan morguninn, og vonbrigðastuna, eins og loft sem þrýstist út úr blöðru sem er að tæmast, líður út úr þér og upp í kaldan nætur/morgunhimininn.

En þegar tekur að birta, svona um hádegisbilið, fer mesta þreytan að hopa og þú fyllist nýjum þrótti. Þú horfir á, eða reynir að sjá glitta í sólina á bak við þunglamaleg skýin og þú tautar þrjóskulega: "Ég get, ég skal."

Já, þannig lifir vonin í hjarta mannanna eins og maðkar í rotnandi holdi.

Og það er ekki fyrir en allt úldna kjötið hefur verið nagað og étið, er uppurið, að það slokknar á voninni og lífinu í hjartanu og við gefumst upp og sökkvum niður í moldina þaðan sem við komum, drukknum í hinum kaffærandi og kalda djúpa hyl sem umkringir okkur, sjáum slokkna á litla kertinu, ljóstýrunni sem við höfum reynt að ylja okkur við allan þennan tíma í myrkrinu og kuldanum. Við gefumst upp, gefum upp andann, leyfum vatni og mold að fylla lungun á okkur í staðinn.

Það hefur sýnt sig að meðalaldurinn við þennan atburð hér á Íslandi er tuttuguogtvö til tuttuguogþrjú ár.

Ég skemmti hvar sem er, hvenær sem er, einnig í barnafmælum. Ég er við símann núna.

Tuesday, November 04, 2003

Þá er um að gera að hleypa hundunum út úr hundakofanum og spenna þá fyrir sleðann...