ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Monday, November 17, 2003

Heyrnarlausa stelpan:

Ég ætla að gera tilraun til að færa í orð eina merkilegustu lífsreynslu sem ég hef lent í.

Um helgina, nánar tiltekið á Laugardaginn, lenti ég nefnilega í atviki sem felur í sér flesta af hinum sammannlegu þáttum, og þá sérstaklega ást og kærleik, skilning og samúð.

Mér finnst vel við hæfi að þessi magnaði atburður hafi einmitt gerst í röðinni fyrir utan Hverfisbarinn, sem, eins og Róm, allir vegir liggja til. Og það hvarflar að mér nú að það hafi kannski ekki verið nein tilviljun að þetta gerðist þar sem það gerðist: Hverfis sér jú um sína.

En nú skal ég, lesandi góður, fara að vinda mér í kjarna málsins, en ég vil samt taka það fram að ég skil það mjög vel ef þú ert orðin óþolinmóður. Ég vil samt fullvissa þig um að biðin er senn á enda, og ég mun innan skamms greina ítarlega frá því sem gerðist.

Nú.

Ég hitti meðal annars Heiðrúnu og Láru í hringiðu skemmtanalífsins, og það var ekki fyrr en ég hafði sannfært þær um að fara á Hverfis að öldurnar fóru að lægja og ég gat andað léttar. Ég hlýddi kalli Barsins-Hverfis og lét mig aðmjúkur sópast með straumnum.

Það gerðu hins vegar fleiri, mun fleiri, og röðin var að þessu sinni gríðarleg. Eftir misheppnaðar tilraunir til að VIP-ast fórum við bara í röðina eins og hitt pakkið. Og nú fóru hlutirnir að gerast hratt. Skyndilega sáum við Sóla, einnig þekktur sem Massimio Soli, í röðinni, og skyndilega, eins og elding hefði lostið okkur var Lára byrjuð að þykjast vera heyrnarlaus, ég var byrjaður að tala táknmál við hana með miklum handabendingum og tilþrifum, og Sóli var byrjaður að öskra á hana og úthúða henni fyrir að vera heyrnarlaus, á meðan ég var reiðilega en stillilega, á meðan ég var að blaðra með höndunum og þýða fyrir Láru, að segja honum að hún væri heyrnarlaus og myndi hann vinsamlegast vilja láta hana í friði?

Ég þarf væntanlega varla að taka það fram að allir, og þá meina ég allir sem voru í röðinni og í heyrnarfæri við þessar aðfarir fóru að blanda sér í málið (Ég, Lára og Sóli vorum öll í leiklist í MS...you know.) og Sóli varð mjög fljótlega óvinsælasti maðurinn í röðinni á Hverfis, sem sagt á Íslandi.

En áður en lengra er haldið og saga mín nær allt að þí spasmótísku hámarki sínu verð ég að minnast á andlitið á Láru á meðan þetta gekk á. Stúlkan sú hélt nefnilega allan tímann svip sem einungis er hægt að lýsa sem blöndu af ásjónu engils og hins endanlega sakleysis, og hins endanlega idíjóta. Og þau ásækja mig ennþá þessi uppglenntu augu, þetta hálf-mongólítalega bros, feimnislegar og hálf-spastískar handa og fingrahreyfingarnar.

En allavega. Fólk fór að gera hróp að Sóla, hvað var eiginlega að honum, sá hann ekki að stelpan var heyrnarlaus? En við þessu brást Sóli að sjálfsögðu afar illa við, sagði fólki að þegja og halda kjafti, og hélt síðan áfram að hella sér yfir hina heyrnarlausu Láru, og ég hélt áfram að þýða fyrir hana og reyna að róa hana þó að hún væri ekkert æst, milli þess sem ég lýsti yfir fyrirlitningu minni á honum.

Antíklímax er svo að sjálfsögðu bara hvernig heimurinn virkar, á endanum hleypti dyravörðurinn heyrnarlausu stelpunni og mér, verndaranum hennar, inn, á meðan Sóli, vondi maðurinn, og Heiðrún, sem kannski var kærastan hans, það var ekki alveg ljóst, urðu eftir.

En þá var hápunkturinn löngu liðinn hjá, horfinn inn í nóttina, þessi heilaga stund í tíma og rúmi þegar önnur af stelpunum sem var fyrir aftan okkur gat ekki lengur orða bundist og sagði stórhneyksluð við Sóla:

"Hvað er eiginlega að þér maður, geturðu ekki látið hana í friði þó að hún sé þroskaheft, nei ég meina heyrnarlaus?"

0 Comments:

Post a Comment

<< Home