ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Friday, October 31, 2003

í dag er föstudagur, dagur mögulegur, eða réttara sagt möguleikanna. Loftið er kalt og tært og þú getur séð alla leið yfir á Snæfellsnes.

Þegar þú andar frá þér kemur reykjarmökkur út úr þér, sem er soldið töff af því að þá heldur fólk að þú sért að reykja, sem er töff.

Á meðan reykurinn streymir út úr þér og þú starir opinmynnt/ur út á jökulinn góða, er tilvalið að velta því aðeins fyrir sér hvert þú stefnir í lífinu. Tilgangur. Markmið. O.s.frv.

Líklega endar þetta þó allt saman fram á barborði á Celtic, myrkrið hefur gleypt jökulinn og þú ert að reykja í raun og veru, en það er líka ofboðslega heitt þarna inni og þú ert að kafna.

"Ég er að kafna..." korrar í þér og þú sígur lengra fram á borðið. Þú hugsar um forgengileikann.

Skyndilega birtist risastór svartur köttur fyrir framan þig, og hann stendur á afturlöppunum, dansar eins og hann sé flogaveikur og æpir: "This is the winter of your discontent!" á meðan hann strýkur sér um veiðihárin með dollaraseðlum.

Þetta fær svo á þig að þú

0 Comments:

Post a Comment

<< Home