ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Tuesday, May 30, 2006

Til marks um slæma fréttamennsku á Íslandi þá birtist frétt á mbl.is í kvöld varðandi bandaríska hlutabréfamarkaðnum. Hin venjulegi leikmaður kveikir væntanlega ekki strax á þeirri villu sem fylgir þessari frétt, en ég sem hinn upplýsti samfélagsþegn, áttaði mig á þessu strax. Staðreyndin er sú að bandaríski markaðurinn er lokaður í dag, því í dag er Memorial Day. Bandaríkjamenn taka sér frí þennan dag til að minnast fallinna hermanna, sem gáfu líf sitt til verndar þjóð sinni. En í dag fórna bandarískir hermenn sér fyrir heimsfrið og í framtíðinni munum við hafa einn ákveðinn frídag til heiðurs þessum hermönnum sem komu á heimsfrið.

Mér finnst samt ótrúlegt að mbl.is hafi birt þessa frétt um markaðinn og sérstaklega furðulegt að þeir virðast ekki hafa áttað sig á því að þær tölur sem þeir gefa upp í fréttinni eru nákvæmlega þær sömu og í fréttinni sem þeir birtu síðastliðið föstudagskvöld þegar markaðurinn vestra lokaði.

Aðeins um borgarstjórnarkosningarnar:
Samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins er jákvætt að því leyti til að Frjálslyndiflokkurinn komst ekki til valda með stefnu sína varðandi flugvallarstæðið í Vatnsmýrinni. Viss sjarmi er af því að sjá fokkervélarnar fljúga yfir miðborgina, en ef við viljum efla borgina okkar sem borg, en ekki sem stóran dreifbýlisbæ, þá þurfum við að nýta Vatnsmýrina fyrir verslun, menningu, fyrirtæki, íbúðir og menntun. Flytjum flugvöllinn til Keflavíkur og bætum samgöngur að hinni glæsilegu tvíbreiðu Reykjanessbraut. Þá á að vera hægt að komast frá Keflavíkurflugvelli til miðborgarinnar á innan við 30 mín. Við Reykvíkingar erum ekki skuldbundnir til þess að halda úti flugvelli á okkar verðmætasta landsvæði fyrir landsbyggðina, þó að ríkið veitir okkur aðhald þar. Þá þurfa 50% íslendinga ekki að fljúga á reykjavíkurflugvöll og keyra svo til keflavíkur til þess að fara til útlanda. Vonum að einkabílismi Sjálfstæðisflokksins verði ekki til þess að breyta Vatnsmýrinni í bílastæði fyrir stúdentaíbúðir eða þjónustuíbúðir fyrir aldraða.

Wednesday, May 24, 2006

Ég skellti mér í hina árlegu flugþjónaklippingu í dag. Hún kostaði mig 4.500 kr. Ég veit ekki hvers vegna þetta kostaði svona mikið, en hárið á mér þykir mjög ferskt og fallegt. Ég gat ekkert andmælt verðinu, þetta var búið og gert. Næst man ég eftir því að skoða verðskrána áður en ég sest í hárgreiðslustólinn.
Voðalega finnst samræður við rakarann oft þvingandi. Við ræddum um veðrið og umhverfið, pólitík og veðrið, aftur. Svo gafst tækifæri til þess fyrir hárgreiðslumanninn að forvitnast um flugþjónastarfið mitt þar sem að ég tjáði honum svo að þetta ætti að vera flugþjónaklipping. Svo fessti ég tyggjóið mitt við kaffibollann á borðinu og það klístraðist vændræðanlega við fingurnar á mér þegar ég fékk mér sopa úr bollanum. Fremur óheppilegt. Hárgreiðslumaður, sem mér þykir til framdráttar, var fljótur til og sótti handþurkur fyrir mig og grínaðist með að hann ætti ekki blauta klúta.

Það er verið að sýna WNBA á NBA TV. Synd þegar að fyrsta viðureign Detroit og Miami á sér stað akkúrat á þessu augnabliki.

Annars vil ég gagnrýna Sigmar fyrir lélega frammistöðu sem þulur í Athenu. Hann var illa upplýstur þegar kom að stigagjöfinni og var fremur úrillur og með leiðinleg innlegg hvað varðar stigagjöfina. Talaði ítrekað um að núna fengi Kýpur líklega 12 stig frá Möltu eða Grikkjum, etc., en glöggir áhorfendur áttuðu sig vonandi á því að Kýpverjar komust ekki áfram í úrslit.

Heimboð hjá Freymari á morgun til fagnaðar BA-gráðu hans í Grafískri hönnun frá LHÍ.

Monday, May 22, 2006

Ég er frjálslyndur jafnaðarmaður.

Síðan Úlfar byrjaði að vinna aftur í KB banka, hefur bankinn lækkað um 7%.

Það er aftaka-veður á norð-austurlandi. Mæli ekki með því að fólk sé á ferli þar. Aftökur og veður fara ekki vel saman.

7th game double-header í kvöld:
San Antonio - Dallas (SÝN 00:00)
&
Phoenix - LA Clippers (NBA TV 02:30).

Saturday, May 20, 2006

MORE EUROVISION FJÖR.

Ég hef sett nokkur veðmál í gang vegna Eurovision í erlendum veðbönkunum. Þau eru eftirfarandi:

2000 kr. Ucrane to qualify for finals: stuðull 2.10 ----> 4200 kr. (WIN)
1400 kr. Bosnia to qualify for finals: stuðull 1.16 ----> 1624 kr. (WIN)
1452 kr. FYROM to win semi finals: stuðull 15.00 ----> 26136 kr. (TBA)
1452 kr. FYROM to finish in top 4 in semi finals: stuðull 3.00 ----> 4356 kr. (TBA)
2000 kr. Finland, Ucrane, Bulgaria and Lithuania to have higher sum of points than FYROM, Ireland, Armenia and Albania: stuðull 4.50 ----> 9000 kr. (TBA)

1452 kr. Germany to win EUROSONG: stuðull 19.00 ----> 34485 kr. (OPEN)
1452 kr. Germany to finish in top 4 in EUROSONG: stuðull 4.75 ----> 6897 kr. (OPEN)
660 kr. Russia to win EUROSONG: stuðull 12.00 ----> 9900 kr. (OPEN)
660 kr. Russia to finish in top 4 in EUROSONG: stuðull 3.00 ----> 1980 kr. (OPEN)
330 kr. Turkey to win EUROSONG: stuðull 101.00 ----> 41663 kr. (OPEN)
330 kr. Turkey to finish in top 4 in EUROSONG: stuðull 25.25 ----> 8333 kr. (OPEN)
660 kr. France to finish last in EUROSONG: stuðull 3.25 ----> 2145 kr. (OPEN)
2640 kr. Romania to win EUROSONG: stuðull 7.50 ----> 19800 kr. (OPEN)
2640 kr. Ucrane finish above Macedonia in EUROSONG: stuðull 1.45 ----> 3828 kr. (OPEN)
2640 kr. Ireland finish aboce UK in EUROSONG: stuðull 2.10 ----> 5544 kr. (OPEN)

Mín spá fyrir Top 8 í kvöld verða:
4. Finland
3. Bosnia
5. Grikkland
8. Þýskaland
2. Svíþjóð
1. Rúmenía
6. Rússland
7. Úkraína

Mín ósk um top 5 í kvöld er:
1. Króatía (Frábært balkanfjörað lag sem Angelina Jolie syngur)
2. Úkraína (Tina Carol hefur ofboðslega mikla útgeislun og heillar hún mig uppúr skónum og lagið er fínt og atriðið stílhreint)
3. Þýskaland (eðal kántrý frá þýskalandi sem ástrali syngur)
4. Bosnía
5. Finland
6. Noregur

Besta útkoman fyrir mesta gróðann:
1. Turkey
2. Þýskaland
3. Rússland
11. Úkraína
12. FYROM
15. Írland
16. UK
24. Frakkland

Thursday, May 18, 2006

EUROVISION 2006 SEMI FINALS PREVIEW:

01. Armenia
Fyrsta tilraun þessa gamla Sovétríkis til að koma sér á tónlistarkort Evrópu. Það er skemmst frá því að segja að fyrsta lagið í undankeppni hefur aldrei komist í úrslit og er þessi loverboy ekki með nægilega afgerandi lag að honum takist það. Þó alveg á mörkunum.
02. Bulgaria
Þetta er í annað skiptið sem Búlgaría tekur þátt og aftur senda þeir rólegt lag. Lagið er fallegt en skilur ekkert eftir sig. Það hefur sannað sig að vera nr.2 er jafnvel erfiðara heldur en að opna keppnina. Á litla möguleika.
03. Slovenia
Eldhress Slóveni sem syngur herra ómerkilegan. Hann pínu gimpa-legur og á líklega eftir að týna saman nokkur stig héðan og þaðan. Margir spá þessum strák áfram, en ég er ekki sammála því. Þetta verður alveg við jaðarinn, en Armenar og Slóvenar eiga eftir að slást um sömu stigin og verður það líklega báðum þjóðum að falli.
04. Andorra
Úff, sense tu… Það lýsir sér kannski ágætlega hversu fáir búa í Andorra að þessi stúlka vann á bar fyrir 4 mánuðum og hafði aldrei komið fram opinberlega (sem er kannski bara alveg ágætt) og sungið. Hún var beðin um að taka þátt í Eurovision og þáði boðið. Þetta er mikil kona , en því miður eru möguleikar hennar ekki jafn miklir.
05. Belarus
Erókbik æfingar frá Sovétríkinu og einræðisríkinu Hvíta Rússlandi sem eiga ekki möguleika á því að komast áfram.
06. Albania
Þetta gæti verið vilti hesturinn í ár og komið öllum á óvart og farið áfram í úrslit, ástæðan er sú að í hópi fyrstu átta laganna er varla neitt sem er uppá marga fiska. Albanía er fátæk þjóð er kemur það bersýnilega fram í atriðinu þeirra. Þeir hafa væntanlega siglt til Aþenu á litlum fiskibát og að öllum líkindum sofa þeir líka í honum. Lagið er þjóðlegt og þau eru ekki mörg þetta árið samanborið í fyrra.
07. Belgium
Væntanlega vinsælasta lagið í keppninni í ár. Hefur komist á nokkra vinsældarlist í Evrópu og er það skiljanlegt, enda er lagið mjög útvarps- og dansvænt. Það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út á live á sviðinu í Athenu. Að mér skilst þá er atriðið hennar krefjandi og gæti það komið niður á því. Hún er ekki sterkasta söngkonan í keppninni og það mun einnig koma niður á laginu. Ég held samt sem áður að það komist í úrslit. Gott lag.
08. Ireland
Írar eru alltaf samir við sig. Ást og friður er þeim ofarlega í huga og reiðin gagnvart kartöfluuppskerunni á átjándu öld er á bak og burt. Brian Kennedy syngur þetta lag og hefur annað unnið með mönnum á borð við Ronan Keating og Van Morrison. Lagið verður ekki öllu írska en þetta. Möguleikar þeirra eru ágætir og ef flutningurinn verður sannfærandi þá mun þetta lag skríða áfram.
09. Cyprus
Bandarískt ættuð kýpversk mær syngur dramaballöðu. Tilhneiging Bandaríkjamanna er iðulega að ýkja vel flesta hluti og það er engin undantekning hér. Hún án örugglega eftir að fá 12 stig frá Grikkjum og væntanlega fleiri frá öðrum þjóðum þar sem að þetta er eina kraftballaðan í undanúrslitunum.
10. Monaco
Sæt stelpa að hressandi lag sem er alveg eins og mörg önnur í ár, en ekki eins gott. Ekki í þetta skiptið Monaco.
11. F.Y.R.O.M.
Í fyrra komst fyrrverandi júgóslavíu lýðveldið makedónía í úrslit á sannarlega ömurlegu lagi. Í ár senda þeir gott lag með stelpu sem hefur komið fram og sungið opinberlega síðan hún var 12 ára. Hún sigraði idol keppnina í Makedóníu og er frekar kynþokkafull. Lagið er skemmtilegt, en í byrjun lagsins má greina sama staf og er í upphafi Naughty girl með Beyoncé. Öruggt áfram.
12. Poland
Æi, ég meika þetta ekki. Þið munið kannski eftir The Real McCoy frá því á fyrra hluta tíunda áratugarins með lögum á borð við Runaway og Another Night. Jæja, hann tekur smá rappart í þessu rólega lagi með Ich Troje sem lentu í sjöunda sæti 2003 í Riga. Þetta ætti að hafa aðdáendur á bakvið sig til að komast áfram. En lagið á það ekki skilið og því fer það ekki áfram.
13. Russia
Er komið að Rússum að vinna þessa keppni ? Þetta minnir óneitanlega Hero með E. Iglesiasoé. Ef þessi strákur getur sungið á sviðinu þá mun þetta lag vera öruggt í úrslit.
14. Turkey
Þetta er sérstakt. Takið eftir stjörnunni sem danshópurinn myndar á sviðinu í lokin, svokölluð súperstjarna. Þetta er ekkert nema hlægilegt. Hinsvegar gætu Tyrkir verið að segja það sama um Silvíu. Kannski á þetta að vera hlæilegt og því miður skilar það sér ekki í okkar norræna menningarheim. En hún er alveg örugglega súperstjarna í sínu heimalandi. Þetta verður við jaðarinn.
15. Ukraine
Tina Carol syngur fyrir sína þjóð og gerir það vel. Að minni vitneskju þá hefur hún verið með jafnbesta flutningin í þeim rennslum sem er búin. Atriðið er stílhreint og söngur hennar góður. Það hljóta gúrmast upp og hressast við þetta fram-lag. Þetta fer áfram, en það er þó á slæmum stað í undanúrslitunum því frá 11-16 eru fimm af sex sem eru líkleg til að fara áfram.
16. Finland
Freakshow. Fín tilbreyting frá síbylgunni. Þeir eru mjög vinsælir hjá vissum hópum í Evrópu, hinsvegar er spurning hvort þessir hópar horfa á Eurovision. Ef þú gefur þig út fyrir að vera harðkjarna rokkhljómsveit ertu þá ekki nokkurn veginn búinn að missa það þegar þú ákveður að fara í Eurovision? Smá hugdetta.
17. Netherlands
Crapmamabanaabmaamba. Þetta er eitthvað svo 1999ish eða þetta er eitthvað lame-ish. Vá hvað þið eruð hugmyndaríkar að semja textana á “ævintýratungumáli”. Hræðilega leiðinlegt.
18. Lithuania
Ekki skánar það. Því miður á þetta möguleika á því að komast áfram vegna þess að í Evrópu býr svokallað “eurotrash” lið og mun að öllum líkindum gefa svona rugli stigin sín. Það verður gaman að sjá hvaðan Litháar fá stigin sín og þá getum við flokkað út hvar Evrópa hefur að geyma mesta ruslið sitt. 8 – 12 sæti, aðeins vegna þess að ég hef svo litla trú á mannkyninu.
19. Portugal
Þetta er verra en Nylon. Þarf ég að segja eitthvað meir ?
20. Sweden
Carola var eitt sinn heltekin af roki, það var árið 1991, þá söng hún til sigurs í Eurovision. Núna 15 árum seinna kemur hún aftur og með lag sem íslenskast Ósigrandi. Lagið er slappt. Hún rembist um of að koma því til skila, en það eina sem hún skilur eftir fyrir okkur heima í stofu er strekt andlit og ofnotkun af rokvél. Ég kaupi þetta ekki, en aðrir gera það.
21. Estonia
Abba eftirlíking. Ekta Eurovision lag. Sænsk stelpa sem syngur þetta lag. Þetta er samtsem áður ágætis eftirlíking af Abba. Það er þó ekkert sérstakt við þetta lag og margir komnir með leið á þessari útfærslu af Eurovision lagi.
22. Herzegovina
Sigrar undanúrslitin með miklum yfirburðum. Fallegt lag og á eftir að hirða upp 12 stig frá öllum Balkanþjóðunum og líkleg stig frá öllum öðrum þátttakendum. Sá sem semur lagið samdi einnig framlag Svarfellinga árið 2004 og hafnaði það í öðru sæti á eftir Ruslönu, en hafði sigrað Ruslönu í undanúrslitunum. Ég held að það sé hærra hlutfall af áhugamönnum um tónlist og Eurovision sem horfi á undanúrslitin heldur en sjálf úrslitin. Þ.a.l. sigraði framlag Svarfellinga undanúrslitin árið 2004 (það er keimlíkt framlagi Herzegova í ár), en lag Úkraínu sigraði svo aðalkeppnina vegna þess að sjálft atriðið var flottara á sviði fyrir hinn almenna áhorfenda. Keppnin hefur þróast með tilkomu símakosninga í að vera meira show heldur en áður var.
23. Iceland
Við vonum að Evrópu eigi eftir að líka við okkar show og kjósa okkur áfram í úrslitin, þó tel ég líkurnar vera litlar á því, en þó einhverjar 70/30. 16.sæti ! :O)


Í úrslit:
01. Bosnia
02. Ukraine
03. F.Y.R.O.M.
04. Russia
05. Finland
06. Sweden
07. Belgium
08. Cyprus
09. Estonia
10. Albania

Tuesday, May 16, 2006

Ég skellti mér á Landsbankadeildina í kvöld að sjá leik Vals og Breiðabliks. Nei, ég borgaði mig ekki inn. En það skemmst frá því að segja að þetta var þvílík hörmung. Ég ætla ekki á annan leik í sumar. Það bjargaði deginum að sjá leik Cleveland og Detroit á NBA TV áðan, sem var samt ekki í háum gæðaflokki, en hann var spennandi.

Mikið hefur verið fjallað um minnkandi umsvif á fasteignamarkaði að undanförnu. Ef hinsvegar marka má tölur um veltu á fasteignamarkaði í síðastliðinni viku eru enn töluverð viðskipti á fasteignamarkaði. Alls var þinglýst 186 kaupsamningum, þar af
voru 136 eignir í fjölbýli, 36 eignir í einbýli og 14 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan nam 6,2 milljörðum og var meðalupphæð á samning um 33,3 milljónir króna. Að meðaltali hefur verið þinglýst um 170 kaupsamningum á viku undanfarið ár og því er veltan nú yfir meðaltali í síðustu viku. Verulega dró úr fjölda þinglýstra kaupsamninga í apríl en ástæðu þessa má að stærstum hluta rekja til fjölda frídaga í mánuðinum.*

Fréttaumfjöllun um yfirvofandi lækkanir á fasteignamarkaði hefur einvörðungu farið fram á fréttastofu NFS og er það eftirtektarvert að fréttahaukurinn Kristinn Hrafnsson hefur án undantekningar skrifað fréttirnar. Þessi hræðsluáræður Kristins er ekki á neinum rökum reistur. Allar greiningardeildir bankanna hafa spáð áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði að nafnvirði, en þó lækkun að raunvirði, sem þýðir að fasteignamarkaðurinn muni hækka um 0.1%-7.5% á 12 mánaða tímabili. Til gamans má geta að Kristinn varð gjaldþrota fyrir nokkrum mánuðum og voru eignir hans (þ.m.t. fasteign) gerð nauðungarsölu. Þetta gæti haft áhrif á fréttaflutning hans. Tel ég þennan fréttaflutning, sem er ekki á neinum rökum reistur, vera knúinn áfram af eigin hagsmunasemi.

*Heimild: Greiningardeild KB Banka, hálf fimm fréttir, 15.maí.

Thursday, May 11, 2006

In cod we trust.

Not clean. We want cod with chips. Caught cod in the sea. Cod wars ! Ghostigital gera þetta skemmtilega. Lagið hefur húmor ásamt góðum takt. Sniðugt hjá þeim að fá Weebl til þess að taka textan fyrir Bretan.

Af nægu að taka næstu daga:
16.maí Joanna Newsom í Fríkirkjunni.
17.maí Arsenal - Barcelona og CocoRosie á Nasa.
18.maí Eurovisiongleði.
20.maí Meiri Evrópuásýnd.

Það hafa komið tvö tilboð í íbúðina og við höfum hafnað þeim báðum því þau voru undir 22.000.000 kr.

Hvað er málið með þennan hræðsluáróður í kvöldfréttum NFS. Í gær töluðu þeir um að fasteignaverð eigi eftir að lækka um helming á næstu mánuðum. Ekki alls fyrir löngu var aðalfréttin þeirra að linsuvökvi sem væri í sölu (ekki skilgreint í fréttinni hvar) myndi valda blindu. Síðar kom það í ljós að þessi umræddi linsuvökvi er aðeins seldur í Asíu og sagan hófst á einstakling í Malaysiu sem varð blindur á öðru auga eftir meðhöndlun vökvans, en talið er að vökvinn hafi ekki verið rót vandans heldur óhreinlæti mannsins ásamt mikilli reykmengun. Í dag birti svo greiningardeild KB Banka rit um þróun fasteignamarkaðsins á næstu 12 mánuðum og gera þeir ráð fyrir 5 % hækkun á fasteignaverði. Fasteignaverð er talið hátt hér á landi, en þó ekki of hátt og er í samræmi við þróun launavísitölu og almennt vöruverð í landinu. Kvöldfréttatími NFS hefur að mínu áliti misst allan trúverðugleika. Go Páll Magnússon.

Wednesday, May 03, 2006

Það er mjög áhugavert að skoða hina ýmsu veðbanka í Bretlandi. bet365.com og ladbrokes.com eru til að mynda fínir. Silvía Nótt fær líkurnar 1/40 á sigri í eurovision, svo er einnig hægt að veðja um hver mun kveikja ólympíueldinn í London 2012. Hægt er að veðja á Jaquée Chirac 1/501 og Davíð Beckham 1/17, þó líklegastur er Sir Rowing Man 1/3, sem hefur unnið 4 gull á ólympíuleikum. Að vera afburðar róðrari þykir mér ekki nóg til þess hlotnast þá heiður að kveikja ólympíueldinn. Pabbi hans Einars Baldvins hefur tekið þátt á ólympíuleikum við bátaróðrastýringar. Hann er samt fínn gaur. Hvaða íslendingur ætti að kveikja ólympíueldinn á íslandi, Logi Bergmann ? Logi, haha...

Er að fylgjast með Suns - Lakers á NBA TV í þessum skrifuðu orðum. 3 - 1 fyrir LA. Hrikalega gaman að horfa á þetta LA lið. Allir þessir ungu strákar að taka á sig mikla ábyrgð (sérstaklega Luke Walton, sonur Bill og Kwame Brown) og Kobe sýnir hversu mikill leiðtogi hann er. Í gegnum árin hef ég þóst vera aðdáendi Phoenix, en tilfinningar mínar til þeirra eru ekki það sterkar að ég vilji ekki sjá LA viðureign í næstu umferð, Clippers vs. Lakers, the battle of Staples. Það er ekki annað hægt en að heillast af þessu breytta Lakers liði og enn á ný sannar Phil Jackson hversu góður þjálfari hann er.

Suns up by nine in halftime...

Hvern myndir þú velja til að taka lokaskotið fyrir liðið þitt, Reggie Miller, Micheal Jordan eða Kobe Bryant ?