ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Wednesday, May 24, 2006

Ég skellti mér í hina árlegu flugþjónaklippingu í dag. Hún kostaði mig 4.500 kr. Ég veit ekki hvers vegna þetta kostaði svona mikið, en hárið á mér þykir mjög ferskt og fallegt. Ég gat ekkert andmælt verðinu, þetta var búið og gert. Næst man ég eftir því að skoða verðskrána áður en ég sest í hárgreiðslustólinn.
Voðalega finnst samræður við rakarann oft þvingandi. Við ræddum um veðrið og umhverfið, pólitík og veðrið, aftur. Svo gafst tækifæri til þess fyrir hárgreiðslumanninn að forvitnast um flugþjónastarfið mitt þar sem að ég tjáði honum svo að þetta ætti að vera flugþjónaklipping. Svo fessti ég tyggjóið mitt við kaffibollann á borðinu og það klístraðist vændræðanlega við fingurnar á mér þegar ég fékk mér sopa úr bollanum. Fremur óheppilegt. Hárgreiðslumaður, sem mér þykir til framdráttar, var fljótur til og sótti handþurkur fyrir mig og grínaðist með að hann ætti ekki blauta klúta.

Það er verið að sýna WNBA á NBA TV. Synd þegar að fyrsta viðureign Detroit og Miami á sér stað akkúrat á þessu augnabliki.

Annars vil ég gagnrýna Sigmar fyrir lélega frammistöðu sem þulur í Athenu. Hann var illa upplýstur þegar kom að stigagjöfinni og var fremur úrillur og með leiðinleg innlegg hvað varðar stigagjöfina. Talaði ítrekað um að núna fengi Kýpur líklega 12 stig frá Möltu eða Grikkjum, etc., en glöggir áhorfendur áttuðu sig vonandi á því að Kýpverjar komust ekki áfram í úrslit.

Heimboð hjá Freymari á morgun til fagnaðar BA-gráðu hans í Grafískri hönnun frá LHÍ.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég vil helst dotta þegar ég fer í klippingu. Síðast þegar ég fór talaði ég samt eiginlega allan tímann um Chuck Norris. Það var alveg fínt.

2:07 AM

 
Anonymous Anonymous said...

4500 krónur?! Var hárið á þér skorið með demöntum? Slípuðum? Fékkstu 24 karata gullstrípur?

Annars er ekkert of gott fyrir hárið á manni. Þú ert með þykkt og frísklegt hár. Makka. Eru það þýsku genin? Ímyndaðu þér bara menn eins og Úlla og Valda sem eru að missa hárið. Við (ég og þú) ættum að vera þakklátir.

9:30 AM

 
Anonymous Anonymous said...

þetta væri kannski verið 4.500 króna virði ef Chuck Norris hefði klippt mig, en við getum hugsað sem svo að hárið á okkur er þyngdar sinnar virði í gulli.

11:13 AM

 
Anonymous Anonymous said...

Ég hef alltaf verið með þunnt hár. Status quo.

3:02 PM

 

Post a Comment

<< Home