ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Friday, June 13, 2003

Óhugnaður! Gæsahúð!

Ókei. Kíkiði á Fókus, sem er blaðið sem fylgir með DV á föstudögum, og sjáið einn ótrúlegasta hlut í heimi.

Þá kynnuð þið að spyrja ykkur: Hvernig á ég að nálgast Fókus? Og á ég að tíma að kaupa DV bara til að sjá Fókus bara til að fara eftir einhverjum óljósum leiðbeiningum af Internetinu, af öllum stöðum?

Svörin eru eftirfarandi: Fókus er einfaldlega inn í DV, fylgiblað eins og til dæmis Viðskiptablaðið með Morgunblaðinu. Og nei, þú þarft ekki að kaupa neitt...DV er nefnilega stillt upp í flestum sjoppum, matvörubúðum o.s.frv. og því er einfalt að glugga í það, fá að "kíkja aðeins í DV" o.s.frv.

Síðan er gott trikk fyrir þá huguðu: Takið blaðið og gluggið (Gott orð, þetta "gluggið." Pikköpplína? "Má ég glugga aðeins í þig?" heldur betur.) aðeins í það. (Sjá hér að framan.) Þegar afgreiðslumanneskjan hættir að horfa á þig/missir áhuga/gleymir þér skaltu stinga blaðinu undir hendina í einni flæðandi hreyfingu og ganga í burtu. Klikkar aldrei. Aha.

En hvað um það. Á forsíðu Fókus að þessu sinni er boxarinn Skúli Tyson, sem þið vitið eða vitið ekki hver er. ég ætla ekki að fræða ykkur um það þar sem þið getið lesið um það í blaðinu...og þið verðið að gera það því þetta viðtal er algerlega oh-true-legt!

Samanber: "Það ætti að skjóta allar þessar löggur, þær láta mig ekki í friði."

Lesið viðtalið! Það er upplifun.

Jæja. En viðtalið við Skúla, þó það sé h8, er ekki uppspretta óhugnaðarins eða gæsahúðarinnar. Heldur er það forsíðan. Og myndin á forsíðunni. Því í dag, þegar ég leit á þessa mynd, rann það skyndilega upp fyrir mér: Skúli Tyson er skelfilega líkur Valda Píanó!!!!! Þeir eru alveg eins!!!!!

Þetta er ótrúlegt, og þarf að vera séð til að vera trúað.

Því ólíkari menn með eins andlit er vart hægt að hugsa sér...eða hvað?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home