Eins og ég hef áður komið inn á í þessum pistlum mínum kemur fyrir að ekki sé mikið að gera í vinnunni hjá mér.
Þetta á kannski við um flesta sem ekki eru í einhverskonar scheise(Ekki til vangefna þýska B-ið) vinnum. Hver vill jú vinna baki brotnu?
'Eg hitti til dæmis 'Ulfar félaga minn um daginn.
"Sæll," sagði 'Ulfar.
"Blessaður," sagði ég.
"Það er ekkert að gera í vinnunni hjá mér," sagði 'Ulfar örvæntingarfullur á svipinn.
"Aha." sagði ég. Síðan brosti ég og greip þéttingsfast í öxlina á 'Ulla á hughreystandi máta. "'Ottastu ekki kæri félagi," sagði ég hátt og snjallt. "Lausnin er innan seilingar."
"En frábært. Takk kærlega!" hrópaði 'Ulfar.
p.s. 'Eg skal reyndar viðurkenna að sá galli er á gjöf Njarðar (eða narðar...?) að sæmilega öflug tölva með hásíhraðatengingu er nauðsynleg til að allt gangi upp sem skyldi. Þar af leiðandi er t.d. Gauti því miður ekki inn í myndinni. (Haltu bara áfram að horfa á dagatalið...einn daginn ferðu kannski að sjá eitthvað frábært.)
'Okei. 'Eg vona að ráðleggingar mínar komi að liði. 'Eg er hjálpsamur maður og elska börn.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home