ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Tuesday, July 12, 2005

stutt í spunann...
Birtar hafa verið myndir frá heimboði sem átti sér stað í júní að Bárugranda. En Bjarni komst ekki. Elgur þótti standa upp úr í hans stað með yfirgnæfandi drykkjuskap og á hann hrós skilið en fékk einungis ananas í miðnæturverðlaun. Úlfar var hress að vanda eftir að hafa lennt upp á kant við drykkjuelg. Dos Paraguayos létu ekki sjá sig í þetta skiptið en hafa bókað komu sína næst. Þrátt fyrir það var þetta hin besta skemmtun og vil ég þakka þeim sem létu sjá sig og skemmtu sér með okkur, þó sérstaklega Hauk, Haukur, þú ert frábær. Hef þó heyrt að einhver vill láta berja þig, en ekki láta það hafa áhrif á þig. Haltu áfram að lifa lífinu eins og þú hefur gert svo vel til þessa. Þín er framtíðin þó svo að þú sért ekki klár í stærðfræði, ekki eru Baldwin bræðurnir klárir í stærðfræði og sjáið hvar þeir eru í dag ! Á toppnum. Þetta er eins og ísjaki, við sjáum aðeins toppinn af mannfólkinu, hinir sjá ekki til sólar. Annars mæli ég með kaupum á hlutabréfum í Kaupthing Bank áður en gengið fer upp fyrir 550 kr. á hlut.

Eftirfarandi línusendingar höfðu borist þegar greinin var á skuli.mis.is:

I.

Veit ekki hvort einhver annar hefur stungið eftirfarandi upplýsingum að ykkur skötuhjúum, en ég ætla allavega að gera það hér hér: Ég er fjáránlega ógeðslega móðguð yfir því að hafa ekki verið boðið í þetta fjör. Mér skilst að Evu nokkurri Pefu hafi ekki verið boðið heldur og miðað við öll skiptin sem ykkur hefur verið boðið til fjörs hjá okkur, þykir mér sjálfsagt að þessi vettvangur verði nýttur til útskýringa á dónaskapnum í þér/ykkur.
Hildz

II.

Ég hef ekki hugmynd um hverjir voru boðnir eða ekki boðnir, ég veit aðeins hverjir mættu. Tel nú samt að allir hafi verið velkomnir. Þar sem ég er ekki og verð aldrei hluti þessa vinahóps (eins og einn forláta meðlimur hans orðaði það eitt sinn) þá hef ég ekki tekið að mér boðsendingar og verður því að eiga þetta við Sty.
Ra

III.

Sjitt, sagði þetta einhver í alvörunni? Ég vona að það hafi verið Bjarni, þá er hægt að afskrifa þetta sem skítakomment sem ekkert mark er takandi á, sambærilegt við ,,Það vita allir að Hildur hatar ljóshærðar stelpur".
Hildz

IV.

Ég bauð einungis strákunum, því eins og Fríða talar um hér að ofan er hún ekki hluti af þessum lokaða "hóp". Þar sem að Fríða er hluti af mér, þá get ég sagt að "við" séum ekki hluti af þessum hóp. Tók ég mér það leyfi (sem ég mátti greinilega ekki) og bauð ekki persónulega öllum hópnum. Við strákarnir erum góðir félagar og var þetta veisla sem ÉG bauð til og setti mikla peninga í og þ.a.l. tók ég mér það leyfi að velja mína nánustu og bestu vini til að mæta. Hinsvegar voru allir velkomnir, ef þetta hefði spurst út til þeirra sem tilheyra þessum "hóp". Það er algjör óþarfi af þér að vera með kenningar um dónaskap frá okkur skötuhjúunum. Finnst þér líklegt að ég færi að senda t.d. Evu sms og bjóða henni í party til mín ? Mér líkar vel við hana, en ég þekki hana bara ekki nóg til að vera bjóða henni sérstaklega í party heim til mín. Svo einskorðaðist þessi veisla við karlmenn með nokkrum undantekningum. Úlfar og Margrét voru bæði boðin því ég hef þekkt þau bæði um mjög langt skeið. Einnig voru gullvinkonur mínar, þær Lára og Heiðrún, boðnar til veislunnar, það er kannski betra að tala um veislu heldur en party, því þetta var miklu meira veisla heldur en party. Einnig vil ég nefna eitt sem vakti forvitni mína í færslu þinni. Þegar þú talar um að "okkur" hafi alltaf verið boðið til "ykkar" í party er ég hreinlega ekki viss hverja um er rætt. Mundirðu vinsamlegast tjá mér hver "þið" eruð ? Er kannski ekki mögulegt að bjóða einstaklingum í party ? Fara "hin" þá í fílu yfir því að hafa ekki verið boðið ? Ég leyfi mér að efast um að strákarnir hafi verið geðveikt móðgaðir því að "hinir" af þeim hóp sem þeir tilheyra komu ekki ? Sá eini sem kom ekki (og var b.t.w. sárt saknað) af strákunum var Bjarni, en ég saknaði hans líka verulega því hann er kostulegur karakter sem vert er að umgangast. Einnig reiknaði maður með því að orðið á götunni myndi breiðast út og þ.a.l. kæmuð þau sem ekki voru sérstaklega boðið úr þessum "hóp", en svo virðist ekki hafa verið. Í lokin þá vil ég taka það aftur fram að ÉG bauð aðeins mínum innilegustu vinum vegna þess að ÉG bauð uppá veigar og vildi að þau gætu fullnýtt þær á sem bestan hátt auk þess sem ég þurfti ég að takmarka fjöldan sökum þess að við búum í lítilli íbúð í fjölbýli og til þess að eiga kost á því aftur að halda boð þarf maður að taka tillit til stigagangsins. Síðast þegar ég og nokkrir strákar (þá flestir úr þessum "hóp") höfðum samfögnuð að Bárugranda, brotnaði svalahurðin og nakið fólk sást á stigagangnum með þeim afleiðingum að kvartanir bárust mér frá öðrum íbúum fjölbýlisins. Einnig vil ég beina athygli að því að aðrir hafa nú boðið útvöldum úr þessum "hóp" í samkvæmi, og aðrar athafnir, og ég sé ekki alveg afhverju ég get ekki líka gert það, þó svo að það hafi ekki verið meiningin, hélt að þetta mundi að sjálfsögðu spyrjast út. Ég vona að ég hafi náð að útskýra hér afhverju "hópnum" var ekki boðið og einnig að ég hafi náð að lágmarka að einhverju leyti biturleikann sem sást hér í athugasemdinni að ofan. takk fyrir mig og megi guð vera með ykkur.
sty

V.

guð minn góður krakkar, get ekki meira sagt
Hjörtur

VI.

Gott að athyglisvert fjör sem kemur blóðinu á hreyfingu einskorðast ekki við helgar og getur, faktískt, átt sér stað á jafn ómerkilegum degi og mánudegi.
Haukenn