Sko, ég er búinn að kaupa mjer miða á slíter-Kinn Ey á 2500 kr. (+ 200 kr. miðagjald) sem mjer finnst ekki mikið fyrir gott lessurokk á nasa í júní. Svo er Joanna Newsom líka að koma, verður með tónleika í Fríkirkjunni 18.mæ.Við ætluðum að færa okkur yfir í 101, en erum hætt við, í bili. Ástæðan er sú að við þurfum að borga fjármagnstekjuskatt af söluhagnaði íbúðar ef við höfum átt hana í minna en 2 ár. Fjármagnstekjuskattur er 10% og þar sem við keyptum á 16.000.000 kr. og hefðum selt á 22.000.000 kr. þá væri fjármagnstekjuskatturinn 600.000 kr. Þ.a.l. ætlum við að bíða til næstu jóla. Veðrið leikur við okkur víða um land. Fallegt þykir það upp til sv8a og sjávar. Á svona degi langar mig að dansa og kasta steinum sem fleyta kerlingar. En ég læt mjer næga að hlusta á slagsmalsklubben í heyrnartólum og lesa markaðsfræði glósur með nokkra nasdaq kóða í bakgrunn (XSNX, DELL, EURO, NWS, JNC, SBUX, NKE). Núna hefur konan ákveðið að fara frá mjer í júlí, hverfa til Kína í einn og hálfan mánuð, en hún er að læra kínversku í fjarnámi hjá UNAK. Spurning hvort ég taki nokkuð eftir því að hún verði farin fyrstu vikurnar í júlí sökum HM í germaníu? Hinsvegar á ég eftir að taka eftir því að hana vanti þegar ég þarf að þvo þvottinn minn sjálfur. Hinsvegar er ég með 20% afslátt hjá Efnalauginni Björg og hann verður nýttur til hins ýtrasta.
Ég þurfti að notast við bráðamóttöku landspítalans aðfaranótt laugardax. Ástæðan var stór skurður eftir hníf sem er til sama heimilis og ég. Hann tók uppá því að skera mig í stað límónu sem átti að vera notuð fyrir Tequila-framkvæmd hjá okkur fjelögunum. Þetta gerðist fyrir miðnætti og náði læknanemi mjer við hlið að binda þjettingsfast um skurðinn og stoppa fossandi blóðið með aðstoð hins galvaska og galvanseraða hobby-læknis Hauks. Þessi þjettingur dugði þar til komið var á skemmtistaðinn 11 þegar nóttin skartaði sínu fegursta. Þá frussaðist blóðið yfir dansgólfið og æstir gestir skemmtistaðarins öskruðu af fögnuði yfir taktföstu blóðflæðinu sem skvettist út um allt dansgólfið undir kraftmiklum söng Eiríks Haukssonar. Rokk ! Ég snjeri mjer á hæl og ákvað að hefja brottför og leið mína á bráðamóttöku slysadeildar landspítala. Þegar þangað var komið tók Róbert Læknir á móti mjer, sem flest okkar ættum að kannast við sem Robba úr MS fæddan 1981, og glotti útí annað. Hann sprautaði góðum skammt af adrenalíni í puttann á mjer með þeim tilgangi að herpa saman æðarnar og stoppa blóðstreymið. Ég mæli ekki með að þið sprautið ykkur í fingurinn, það er frekar sárt. Þegar þessu var lokið kom eldri hjúkrunarfræðingur og bar smyrsli á skurðinn og setti svo góðan plástur yfir. Ég gékk út læknaður, en 6000 krónum fátækari sökum sjúkra- og leigubílakostnaðar. Þó get ég sagt efasemda fólki frá því að Róbert er virkilega góður læknir og stóð sig með prýði, hann hélt á sterkbyggðri adrenalínsprauta af mikilli röksemd og stakk henni af staðfestu á bólakaf í fingur minn og kom af stað fallegu og góðu flæði adrenalíns. Annars langar mig á gott fyllerí um næstu helgi.
EP of the week:
1. Peaches - Rock Show
2. Slagsmålsklubben - Kasta sten
3. DAF - Der Mussolini
4. Le Tigre - Deception
5. Soulwax - NY excuse