ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Friday, September 15, 2006

Ég vil byrja á því að þakka þeim sem sendu mér hlýjar kveðjur varðandi þennan stóra áfanga í lífi okkar Fríðu. Hinsvegar hef ég tekið eftir því að efnahagsleg málefni hafa verið að veita Hauknum okkar hugarangri. Hér ætla ég að reyna róa hans viðkvæma og jafnframt forvitnilega huga með útskýringum á því hvernig hagkerfið virkar.
Núna eru stýrivextir Seðlabankans 14%. Þetta þýðir að Seðlabanki Íslands veitir bankastofnunum 14% lán til fjármögnunar. Bankarnir bjóða svo okkur, neytendum og fyrirtækjum, þessa sömu peninga á hærri vöxtum svo þeir hagnist.
Í dag er atvinnuleysi mjög lágt og hefur ekki verið lægra í tvö ár. Atvinnuleysið er með því lægsta sem gerist í Evrópu. Fólk á almennt auðvelt með að fá vinnu og einnig sækja íbúar annarra ríkja hingað í leit að vinnu því atvinnuástandið er mjög gott, ég mun ræða málefnið "erlendir ríkisborgar í vinnu á Íslandi" síðar. Þar sem atvinnuleysi er lágt þá berjast fyrirtækin um bestu starfskraftana með því að bjóða þeim hærri laun en vinnuveitandinn. Að því leiðir launaskrið. Sem svo leiðir til þess að almenningur hefur meira fé á milli handanna og er tilbúið að eyða meira í neyslu. Gott dæmi um þetta er hækkun íbúðarverðs, fólk getur leyft sér hærri greiðslubyrði vegna hærri launa. Þá komum við að verðbólgunni, bólgnun verðs. Verðbólgu má skilgreina sem viðvarandi hækkun verðlags. Prósentubreyting vísitölu neysluverð (VNV) yfir ákveðið tímabil, t.d. tólf mánuði, er síðan notuð sem mælikvarði á verðbólgu. Í dag er verðbólgan 7.6%, ergo það sem kostaði 1.000.000 kr. í september 2005 ætti að kosta 1.076.000 kr. í dag. En afhverju er verðbólga slæm ? Jú, hún ýtir undir óstöðuleika í efnahagslífinu, hver í ósköpunum vill búa við óstöðugleika, jú, Robert Mugabe (það er enn eitt umfjöllunarefnið, óðaverðbólgan í Zimbabwe).
Leikmaður gæti hinsvegar spurt sig hversvegna eru bæði verðbólga og stýrivextir svona háir ? Svarið við því er að það tekur vaxtahækkun Seðlabankans 4-6 mánuði að verða viðvart í hagkerfinu. Það fer keðjuverkun af stað. Þegar bankarnir hækka útlánsvexti og innlánsvexti dregur almenningur að sér höndunum og byrjar að spara. Vegna minni neyslu almennings munu fyrirtæki þurfa að segja upp starfsmönnum vegna þess að sala dregst saman. Þ.a.l. hækkar atvinnuleysi og leiðir til minni verðbólgu, jafnvel verðhjöðnunar. Á þessum tíma mun Seðlabankinn lækka stýrivexti til þess að koma í veg fyrir að atvinnuleysi verði of mikið, en til gamans má geta að stýrivextir í Japan eru 0.5% og hefur hagvöxtur verið neikvæður um nokkurt skeið.
Eins og staðan er í dag þá hefur verðbólgan náð sínu hámarki og stýrivextir verða ekki hækkaðir meira. Dabbi mun lækka þá í nokkrum skrefum til ársins 2009.
Semsé, há verðbólga = lágt atvinnuleysi = miklar stýrivaxta hækkanir (14%). Sem leiðir til þess að fólk fer að spara (hagstætt að spara á svona háum vöxtum). Háir vextir hafa það einnig í för með sér að fyrirtæki fara skera niður, segja upp fólki, sem leiðir til meira atvinnuleysis, sem leiðir til þess að fólk á minna fé á milli handanna, sem leiðir til þess að fólk fer að halda aftur af neyslu sinni og það leiðir til verðhjöðnunar/minni verðbólgu, sem leiðir stýrivaxtalækkana til þess að veita fyrirtækjum og einstaklingum hagstæð lán til þess að hefja aukin umsvif í efnahagslífinu.
Vona að þið hafið haft gagn og gaman af og ennfremur vona ég að mér hafi tekist að frelsa Hauk frá ógn verðbólgudraugsins. Næstu tvær annir mun ég reyna fjalla meira um mannlega þáttinn (félagslegu hliðina) varðandi hagkerfið og efnahagskerfið í stað þess að tala um þau tæki sem við notum til þess að stýra hagkerfinu. Ég er alls ekki sammála hinum markaðshyggjandi íhaldsmanni Pétri Blöndal (o.fl.) um að leyfa markaðnum að stjórna samfélaginu okkar, því markaðnum er skítsama um fátækt og AIDS.

Stuff + Cats = Awesome !!!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Heyr heyr!!

6:54 PM

 

Post a Comment

<< Home