ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Wednesday, November 22, 2006

Byrjum á þessu.


Stundum, þá kætir tónlist mann á einstakan hátt. Þetta háttalag er erfitt að útskýra og upplifun mín af því er aðeins tengt tónlist. ÞETTA ákveðna lag býður upp á þess konar háttalag. Það hressir, bætir og færir mann yfir í aðra vídd, vídd gleðinnar. Það rífur þig fram úr á köldum morgni í vetrarmyrkrinu og segir við þig: "Hafðu ekki áhyggjur, lífið hefur upp á svo margt skemmtilegt að bjóða, KOMDU!, vertu með okkur, BROSTU!".



BRIGHOUSE AND RASTRICK BRASS BAND - FLORAL DANCE






Hér eru svo önnur tvö lög sem eru þessu hér að ofan algerlega óviðkomandi, eðal grindcore:











VMW - You´re So Dumb.








Cutting Pink With Knifes - Didi Got Fisted At The Smiths Disco.







Ég vona að þið fáið ekki martraðir, sumir fá nefnilega martraðir vegna tónlistar. Það gæti orsakast vegna þess að tónlistin er óhugnaleg, magnþrungin, ofhress nú eða einfaldlega slæm.


Á meðan leik Levski Sofia og Barcelona stóð yfir, sem Guðjón Guðmundsson lýsti, þá ákvað ég að taka niður nokkra frasa sem hann (sérstaklega) og aðrir íþróttafréttamenn ofnota. Í því sambandi langar mig til þess að spyrja: Eru íþróttafréttamenn fréttamenn? Sú umræða fór í gang þegar Samúel Örn Erlingsson ákvað að hefja afskipta af pólitík. Samúel er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og er nýkjörinn í baráttusæti framsóknarflokksins í suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í maí 2007. Til hliðsjónar þurfti Gísli Marteinn að hætta sem fréttamaður þegar hann bauð sig fram á lista sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar nú í ár. Samúel er ennþá yfirmaður íþróttadeildar RUV, sem er opinber stofnun. Er hann þá pólitískt ráðin? Er hann þarna til þess að gæta hagsmuna þeirra íþróttagreina sem framsóknarmenn stunda?

Frasar Guðjóns (notkun) :

Þeir hafa ekki árangur sem erfiði. (x3)
Það verður bara að segjast alveg eins og er. (x4)
Heldur betur. (x4)
Ég er alveg sannfærður um það. (x8)
Feykilega öflugur. (x5)
Það er ekki nokkur spurning. (x4)

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Eiður Smári (X29)

4:20 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Lögin sökka es, en Faith no more gaurinn er hressandi og Gaupa stuðið er fjörugt, með léttum keim af eik og ávöxtum. Allt í allt skemmtileg færsla með góðu eftirbragði, það verður að segjast ALVEG...eins...og...ER.

4:20 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Haukur, ég tek nú ekki mikið mark á þér varðandi tónlist. Takk samt fyrir innleggið.

6:42 PM

 

Post a Comment

<< Home