ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Tuesday, November 14, 2006



Kettlingurinn minn heitir Paprika, oftast kölluð Einhverfa loðdýr. Kötturinn minn heitir Afríka/Kenya, en oftast nefnd Kisa. Í morgun fékk Kisa niðurgang. Henni var ekki skemmt. Veikburða klóraði hún í fataskápinn í þeirri von að mannfólkið skyldi vakna og taka eftir eymd hennar, en henni varð ekki að ósk sinni fyrr en upp úr klukkan ellefu. Það var því lítið annað í stöðunni fyrir hana en að draga afturendann á sér um endilangt stofugólfið. Þar af leiðandi ætla ég að gera áherslubreytingar á þessari síðu og gera hana myndarlegri og safaríkari. Það var það fyrsta sem kom upp í hugann er ég fór fram úr í hádeginu og virti fyrir mér stofugólfið. "Ég þarf AUGLJÓSLEGA að gera eitthvað í þessu bloggi."

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Skemmtilegt, mjög skemmtilegt. hefði verið djúsí að fá mynd/ir af herlegheitunum.

9:55 AM

 
Anonymous Anonymous said...

Þurftiru þá að þrífa allt stofugólfið. Kannski með rauðum Buxum.

F

11:31 AM

 
Anonymous Anonymous said...

þær eru bleikar!

2:08 PM

 

Post a Comment

<< Home