ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Sunday, December 03, 2006

Ég tel mig vera með góða skynjun á smekklegheit, stíl og tísku og finnst jafnframt skemmtilegt að fylgjast með flestu sem við því kemur. Samt er ég ekki hommi. Ég tek það aðallega fram vegna þeirrar staðalímyndar sem fylgir karlmönnum sem þora að sinna áhugamáli sínu með ólíkum fatastílum. Fataleiðangrum mínum innanlands hefur fækkað umtalsvert með tilkomu eBay og auknum utanlandsferðum. Svo tæmist sparibaukurinn fljótt ef ég ætla að endurnýja fataskápinn eingöngu með því að versla hér á landi.
En það sem mér þykir ofboðslega leiðinlegt varðandi flesta Íslendinga er einsleitnin. Hverjar skyldu vera ástæður þess? Lítið úrval af ólíkum klæðum gæti verið ein ástæðan. Önnur gæti verið sú að við erum mjög fámennur hópur og þ.a.l. er of auðvelt að skera sig úr fjöldanum með óvenjulegum klæðaburði. Hér gæti ég átt við einskonar spéhræðslu vegna þess að þjóðfélagið samþykkir ekki þessa frávikshegðun sem lýsir sér með óvenjulegum klæðnaði. Það er kannski ekki skrýtið að í stórum borgarsamfélögum myndast allar gerðir þjóðfélags- og menningarhópa því sama hvernig þú ert útlítandi, þá hverfur þú í hafi fjöldans. Svo má ekki gleyma því að "öðruvísi" er ekki velkomið á Íslandi, sbr. fylgisaukning Frjálslyndaflokksins í síðustu viku og að íhaldssamasti flokkur Evrópu hefur verið við stjórn á Íslandi stanslaust síðan 1991.

Tískumyndablogg hafa verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið og hér eru nokkur skemmtileg, ásamt hlekk á síðu sem ætti að sýna efasemdamönnum að mínar hugmyndir varðandi rauðbleikar buxur eru ekki úr lausu lofti gripnar.

Rautt!

Skemmtilegustu borgirnar (sleppi TokYo af augljósum ástæðum):

Moscow
Helsinki
London
Stockholm
Shanghai

Eitt orð:
TÖFF!


Það reyndist mér erfitt að fylgjast með leik 76ers og NJ Nets áðan sökum kattar.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég er líka búinn að kaupa mér bleikar buxur. Ég keypti líka par handa Leifi og Einari.
Buxnapartý næstu helgi.

12:09 AM

 
Anonymous Anonymous said...

Skemmtileg færsla Styrmir. Elegant. Ef hún (færslan) væri átfitt þá eru goðar líkur á að einhver savvy myndi stoppa þann sem klæddist henni út á götu og spyrja kurteisislega: "Má ég taka mynd af þér fyrir savvy bloggið mitt?"

Og ég tel allar líkur á að sá sem klæddist svona nettri færslu væri það nettur að hann myndi segja: "Já."

9:45 AM

 
Anonymous Anonymous said...

Styrmir.

Þú ert að falla í holu tískufórnalambs, ég er hræddur um þig,

Fashion is the victim

lestu:
http://uk.askmen.com/fashion/fashiontip_200/207_fashion_advice.html

F

10:23 AM

 
Anonymous Anonymous said...

eru þær ekki bara orðnar svona vinsælar því sigurhlutfall þess viðkomandi sem klæðist þeim hækkar umtalsvert í PES sökum truflandi áhrifa á samspilendur?....

ég tók amk eftir þónokkru siggi á þumalputtunum á hvorum tveggja þessra ungu karlmanna...

6:03 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Freymar, þetta er frekar lame comment hjá þér. Þarna ertu að linka á síðu sem fjallar um tískufórnarlömb á borð við þá sem reyna líkjast tíðarandanum en passa sig þó á því að fara ekki yfir strikið. Sumsé GK og FM hnakka. Dæmi af þessum link þínum:
"a- only purchases brand-name apparel;
b- is a compulsive shopper;
c- will only consider wearing an item that is "the latest trend," regardless of whether he can pull it off or not".

A: Ég geng ekki í dýrri merkjavöru, það er hrein peningasóun.
B: Ég er ekki hvatvís þegar kemur að fatainnkaupum. Ég versla mér fatnað þegar ég er kominn með leiða á ákveðnum flíkum eða þegar ég þarf að endurnýja.
C: Ég er alltaf töff.

Þetta athugasemd er í raun og veru ekki svara verð vegna þess hversu illa hún hittir marks.

Einar, Barca-Bremen at my crib!
Gauti, ég aðhyllist buxnaparty. Party án buxna hafa yfirleitt til þess að lögreglan mætir á staðin.
Haukur, heiður að fá hrós frá þér varðandi færsluna.

4:55 AM

 
Anonymous Anonymous said...

Remember, it's not about the clothes you wear -- it's about how you wear them.

En ekki vera svona sár.

5:51 PM

 

Post a Comment

<< Home