Доброе утро.
Fyrir ári síðan fór ég á byrjendanámskeið í rússnesku ásamt unnustu minni hjá norræna félaginu að Óðinsgötu. Það kostaði fáa skildinga og var ágætis dægrastytting. Okkur voru kenndar undirstöður kýríska stafrófsins og boðið upp á blini ásamt hreinum vodka. Við lærðum tölurnar og kveðjur sem því miður eru ekki lengur til staðar í höfðinu á mér enda hélt ég ekki kunnáttunni við. HINSVEGAR, með hjálp torrent, sótti ég hinn rússneska rósettu stein og ætla reyna rifja upp þessa litlu kunnáttu sem mér farnaðist á námskeiðinu. Að geta boðið rússneskum milljarðamæringum sem sitja á Saga Class í sumar góðann daginn á þeirra móðurmáli gæti skilað sér í einum miða á leik Chelsea næsta vetur, hver veit! Til gamans má geta að á næstu námsönn, haustið 2007, verður kennd rússneska við Háskóla Íslands í fyrsta sinn síðan árið 2000. Hver veit nema ég skelli mér og taki nokkrar einingar þar eða einungis fyrir forvitnis sakir til þess að hlýða á kennsluna sem verður líklega afskaplega forvitnileg því samkvæmt kennsluskrá þá fer hún fram á ensku, rússnesku og íslensku. Talandi um Rúmeníu: "Everybody in the country, come along and move your body, to the rhythm of Romania, the home of Dracula, from Pensilvania!"
Lét mér duga að hofa á fyrri hálfleik stjörnuleiksins og voru stjörnunar síður færri í stúkunni. En þar skein ein stjarnan skærar en hinar. Hans.
Ponsuskonsumonsulítið mixtape, samt ekki mix, heldur hálf tylfti útvaldra laga sem eru ekki samsuðuð heldur einstök, altso standa ein, í sumum tilvikum jafnvel einstök, altso eiga sér ekki annars líkan.