Woody Allen vs. Dov Charney.
Woody Allen hefur ákveðið að höfða mál gegn American Apparel fyrir að birta mynd af honum á auglýsingaskilti á vegum fyrirtækisins án vilyrðis herra Allen. Herra Allen óskar eftir skaðabótum að andvirði $10.000.000, eða 766.700.000 íslenskar krónur. Hér er svo stefnan.
Þetta er hin alræmda auglýsing í Montreal og NB við Allen götu.
Auglýsingin var tekin niður vegna athyglinnar sem hún fékk og sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins að Allen væri andlegur leiðtogi þeirra við hönnun og framsetningu á vörum þeirra. Enda þykja þær ansi djarfar.
American Apparel (APP) er á AMEX hlutabréfamarkaðnum í NY. Ég er með langtímastöðu í félaginu. Ég stefni á að bæta við mig hlutum ef gengið fer niður fyrir $8.80. APP rekur 184 verslanir í 13 löndum samkvæmt nýjasta ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins.