ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Thursday, June 01, 2006

Nú er búið að finna upp nýtt orð fyrir klíkuskap og spillingu. Það kallast að vera með "gott tengslanet" þegar þú ert flæktur í svikavef spillingar og óréttlætis. Ég verð samt að taka hattinn ofan (þó svo að hatturinn minn er önnum kafinn í Garðabænum við félagslegar athafnir, enda skiptir það engu máli, ég ætla mér ekki að framkvæma þessa athöfn heldur er þetta einungis orðatiltæki, en ekki athöfn sem mun eiga sér stað) fyrir Úlfari vegna þess að með hans eitursnjalla hugareikning þá tókst honum og liðsmönnum KB banka að brjóta upp krosseignatengsl á milli KB banka og bakkabræðra. Í kjölfarið mun markaðurinn taka við sér næstu mánuði og komast í svipaðar hæðir og hann var í lok febrúar.

Í þessum mánuði er ég með 7 morgunflug (pick up kl.06), 1 næturflug (pick up kl.04) og 2 bandaríkjaflug og annað þeirra með tveggja nótta stoppi, en hitt venjulegt með einnar nætur viðdvöl á hóteli. Lengra BNA-flugið er 9 klukkutíma flug til San Fransisco, hitt er til Minneapolis/St.Paul þar sem að stærstu verslunarmiðstöð Bandaríkjanna er að finna. Einnig getur þú gengið um miðborgina án þess að fara útúr húsi vegna þess að öll háhýsin eru tengd saman með loftbrým/brúm/brúum/brjám/youcatchmymeaning. Ástæðu þess má rekja til fimbulkulda um veturinn og ef þið munið eftir Fargo þá gerist hún alls ekki langt frá tvíburaborginni Minneapolis/St.Paul, en það var MJÖG kalt í þeirri mynd. San Fransisco heimsæki ég fimmtudaginn 22.júní og kem heim sunnudaginn 25.júní. Built to Spill eru með tónleika föstudaginn 23.júní í SF, ég er með það uppi í erminni.

Hvar setur þú mörkin varðandi lýsingar á atburðum eða verknaði ? Ég fór að velta þessu fyrir mér þegar ég var að hugsa með heilanum og varð svo svangur í maganum og fór þá aftur að hugsa með heilanum um hvað ég ætti að borða með munninum og tyggja með tönnunum og kyngja með hálsinum. Þá ákvað ég að kíkja inní ísskáp með augunum og taka út smjörið sem er unnið úr mjólkurafurðum og strokkað í nýstárlegum tæknivélum sem eru búnar til af vélaverkfræðingum sem hafa farið í gegnum háskólanám eftir að hafa lokið menntaskólaprófi og grunnskólaprófi. Ég tók út smjörið með hendinni sem er föst á líkamanum og ég færði smjörið úr ísskápnum sem er 13 gráður á celsíus kvarða og það sem einkennir celsíus kvarðann er að H2O frýs þegar kvarðinn fer niður fyrir 0 (núll) og einu sinni fyrir langa löngu þá var núll ekki til sem fær mig til þess að hugsa með heilanum og horfa í kringum mig með augunum sem senda boð til heilans um hvað augun sjá og nefið sendir einnig skynjanir til heilans um hvaða lykt það finnur en Finnur er karlmannsnafn og mun ég ekki skýra son minn Finn (sonminnfinn) ef ég skyldi eignast son með getnaði...

Í styttra máli: Ég held á smjörinu.
Því miður þá felst ekkert skemmtanagildi í þessari setningu né viska eða heimspekilegar athugasemdir og þ.a.l. spyr ég aftur, hvar dregur maður mörkin ?

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er rosalega erfitt fyrir texta að vera á undan þessari epísku og í alla staði stórkostlegu mynd, en ég er ekki frá því að textinn þinn megi vel við una.

2:16 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Vorum við orðnir Slavar á þessum tímapunkti?

11:47 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Þú ert allavega með blómapott á hausnum.

9:14 AM

 
Anonymous Anonymous said...

þetta ku vera skermur af lampa. við þurfum að endurtaka þennan atburð.

7:24 PM

 

Post a Comment

<< Home