ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Saturday, June 03, 2006

Blogg 300.

Þetta er 300 (þrjúhundruðasta) bloggið sem er fært inn á þessa síðu.

Það var vissulega hugguleg sjón sem við mér blasti er ég tók á móti farþegunum er þeir gengu til borðs í flug 590 (fimmhundruðognítíu) frá Keflavík í morgun. Hjörtur Örn Hjartarson gékk fremstur í flokki og á eftir honum komu hin smávöxnu (í samanburði við HÖH) og keimlíku mæðgin Hrefna Hrólfsdóttir og Hjörtur Hjartarson. Mig grunaði ekki gvend. Áður en þau gengu um borð í TF-FIK var stór hópur frá ferðaþjónustu bænda búinn að koma sér fyrir á víð og dreif um vélina, en þó eftir reglum innritunarborðs. Þessi hópur skar sig úr því þau voru á aldrinum 65+ (sextíuogfimm ára og eldri) og báru öll barmerki með logo-i ferðaskrifstofu ferðaþjónustu bænda ásamt nafni þeirra handskrifuðu fyrir neðan. Sem aldrei fyrr kláruðust whiskey og cognac titlingarnir af börunum okkar á flugleiðinni og gamla fólkið brosti sínu breiðasta á vit ævintýranna á meðan H-in 3 (þrjú) sváfu mestan part ferðarinnar. Við lentum á Mpensa flugvellinum í Milano þar sem útsýnið til Ítölsku norður-alpanna er einstakt. Við félagarnir kvöddumst og óskaði ég honum og hans nánustu góðrar vistar á ítölsku ríveríunni.
Nú er ég kominn í tveggja daga frí og bíð alls ekki spenntur eftir því að vakna kl.0315 (korter yfir þrjú) á þriðjudaginn og fara 3 (þrem) tímum síðar í loftið með hóp af okkar kæru landsmönnum sem halda í skipulagðri pakkaferð til Portúgal og þau fá ekki dropa af gosi ókeypis hjá mér vegna þess að þetta er leiguverkefni á vegum fyrirtækisins míns fyrir úrval/útsýn og +ferðir. Mikið ofboðslega er Þorgerður Katrín kynþokkafull.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

kannxi að þú pikkir upp fyrir mig tequilaflöxu á ferðum þínum um tollheima? I can give hen and stamps for bottel. And maybe sweater for wife.

1:33 AM

 
Anonymous Anonymous said...

afhverju ætti ég ekki að kaupa flöxu fyrir sjálfan mig ? Það er þó gott tilboð að fá hlýja morgunpeysu fyrir frúna og ég tala nú ekki um frímerkin !

12:50 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Líst vel á þetta. Kaupið fullt af tekíla. Síðan, á einmanalegu en sólríku sumarkvöldi, sem er vonandi ekki of langt inni í framtíðinni, hóið þið í mig og fáið dularfullan og þyrstan mann með hatt í heimsókn...

10:22 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Hlýtur að mega kaupa fleiri en EINA flöxu allt sumarið, mang?

10:33 PM

 

Post a Comment

<< Home