Hér er sungið af innlifun á meðan suðurríkjablökkumenn syngja um olnbogakast. Á níunda áratugnum í Lundúnum sameinuðust ungir innflytjendur í söng til þess að eiga fyrir vatni og brauðmola, en þeir þurftu meira en einn hljóðnema og enginn veit hvar þeir eru niðurkomnir í dag. Hversu mikið ætli tíðni brotina Heineken glerflaxna hafi aukist eftir að þetta myndband var gefið út ?
Poney part 1. Komin lítil læða á heimilið hér að Bárugrandanum, kettlingar skjáta. Nokkrar myndir.



4 Comments:
Þetta er hættulega mikil þensla. Hvað hefur fólk með 2 ketti að gera? Er hinn kötturinn orðinn leiðinlegur?
Pony.
12:05 PM
Hana vantaði félagsskap. Hvernig þensla er þetta ? Ég hef litla trú á því að Geir Hilmar Haarde eigi eftir að biðja fólk um að halda aftur að sér í fjölgun katta per heimili vegna þenslu í efnahagskerfinu. Að vísu tvöfaldast útgjöld heimilisins varðandi kattamat og kattasand, en áhrifin eru ekki það mikil á heildarútgjöldin að það komi til hækkunar vísitölu neysluverðs.
Að eiga kött er góð skemmtun sem hækkar ánægju- og hamingjuvog einstaklingsins.
12:50 PM
Mér finnst samt að þú ættir að selja gamla köttinn eða láta taka hann upp í birgðir af kattamat og kattasandi.
Hvaða ánægja hlýst af því að vera með sífellt nefrennsli og bólgnar ennisholur? Burt með kettina. Geturðu ekki bara fengið þér svona arinelds-DVD sem er með ketti á hinni hliðinni?
9:34 PM
youtube er svo sweet
1:30 AM
Post a Comment
<< Home