Hvernig kemur það út ef ég kaupi P2 í USA, Gauti ?
í Fréttablaðinu í gær var auglýst eftir GoGo dansara í smáauglýsingadálki. Þú þarft að vera 18+.
Ég flaug til Osló í vikunni. Gríðarlega fallegt landslagið í aðfluginu til Osló. Það er hinsvegar skemmst frá því að segja að um borð í vélinni var ung kona, dönsk. Þegar farþegar gengu frá borði gékk hún upp að mér og sagði: "This is not Stockholm?!". Hún hafði farið um borð í vitlausa vél og ekki áttað sig á því fyrr en hún gékk frá borði, þrátt fyrir að við hliðið í Keflavík hafi staðið stórum stöfum á skjá "OSLO" og aðallega norskumælandi einstaklingar í sætum við hliðina á henni, einnig ávarpaði flugstjórinn farþega tvívegis á ensku um að við værum að fara til OSLO og einnig um veðurskilyrði þar. Svo fór flugfreyja með "velkominn um borð í flug FI-XXX til OSLO" á íslensku, ensku og NORSKU. Hvernig ferðu að því að fara í vitlausa vél ?! Þú skoðar sjónvarpsskjá með upplýsingum varðandi brottfarartíma flugsins, aha, STOCKHOLM - DEPARTURE 07:45 og svo athugar þú frá hvaða hliði vélin fer, aha, STOCKHOLM - GATE 11. Þú kemur svo að hliðinu og þar er einnig stór sjónvarpsskjár sem á stendur OSLO - GATE 14 - BOARDING - DEPARTURE 07:50. Þar tekur áhafnarmeðlimur á móti þér og rífur af miðanum hjá þér (þarna hefði fluffan átt að taka eftir því að á miðanum stæði Stokkhólmur). Svo gengur þú um borð og hlustar á tvö ávörp varðandi áfangastað áður en haldið er af stað. Þú þarft að vera verulega sofandi eða virkilega heimskur ef þú átt að geta komist um borð og farið alla leið á vitlausan áfangastað án þess að taka nokkuð eftir því fyrr en þú gengur frá borði og finnur norska olíufnykinn.
Við fáum afhent Sólvallagötuna 1.júlí og má þá reikna með góðu party (svo lengi sem ég verð í fríi) þar sem að áfengið (tollurinn) flæðir um allt. Ætlunin er að halda party áður en við flytjum í tómri íbúð.
11 Comments:
Stacked eru ömurlegir þættir.
Meinarðu PS2?
Það eru bara 4 mánuðir í PS3. Þá verður PS2 svipað töff og VHS eða S-VHS, hvað þá heldur. Lame.
Geymdu PS2. Gleymdu PS2. Nema hún kosti bara $3.50
Ég ítreka ennfremur tequila-beiðnina frá fyrra kommenti.
Áfram Þýskaland.
9:13 PM
Var hún hot?
10:42 AM
1. Nei hún var það ekki Haukur.
2. Hvað þá með xBOx, Gautmundur ?
3. Ætli Sash! sé í vandræðum hvort hann ætti að halda með Equador eða Þýskalandi, þar sem hann er þýskur en hefur mikla ástríðu til miðbaugsins ?
4. Ég skal kaupa Tequila í San Francisco laugardaginn 24.júní og við skulum skipuleggja HM-TEQUILAFÖGNUÐ í kringum knattspyrnuleik í 8 liða úrslitum (30.júní, 1.júlí (ef það verður ekki sólvallagötuparty)) eða leik um 3.sætið. Veltur samt á því hvort ég eigi að fara í morgunflug daginn eftir, það kemur í ljós 26.júní.
1:17 PM
Sæll, Styrmir.
Varðandi xbox fyrirspurn þína þá veit ég að eldri gerð xboxins hefur reynst notadrjug sem box utan um flakkara. Það er nátturulega gourmet þar sem hægt er að hafa hana tengda við sjónvarp oþh. Veit ekki með nýju týpuna, Xbox 360. Það sem xbox hefur jafnframt fram yfir ps2 er leikurinn halo. Vísa ég jafnframt í töff mynd frá D-dags færslu þinni. Ef japaninn er photosjoppaður út verður myndin megatöff, sem er algent lysingarorð yfir leikinn. Ég veit ekki betur en PES fáist fyrir xboxin. Hún er því vissulega verðugur valkostur mtt ofantalinna atriða.
Gangi þér vel að velja tölvu og vonandi komast þessi flugmál þín á hreint.
1:07 AM
Kæri Gauti.
Ég þakka skilmerkilega svörun. Von mín er sú að ég muni eignast góða tölvu við tækifæri. Þó vil ég benda á að í upprunanlegri fyrirspurn átti ég við hvort það væri möguleiki á að nota PS2/xBOx360 tölvu hér á landi sökum ólíkra rafmagnsstrauma hér og í Bandaríkjunum. Aftur á móti þá skil ég ekki hugtakið flakkari og óska ég eftir frekari útskýringar á því.
k.k,
Styrmir Hansson.
12:12 PM
Sælir piltar.
1.Valdi píanó er einmitt með útúrfjöraða xbox 360 tölvu. Með innbyggðum harðadisk og fjöri. ég (og Styrmir) höfum reynt hana og verð að segja að hún er mjög nett. Bíó, tónlist og leikir allt á einum stað! Húrra!
2. Tequiladjamm með Styrmi á jörðinni og G með eitthvað drasl á hausnum: rétt.
2:14 PM
Uppá síðkastið hef ég verið í hæstu hæðum, hef ekki náð að halda mér á jörðinni í nógu langan tíma í senn.
5:21 PM
Sæll aftur Styrmir.
Það er gaman að sjá þennan tölvuáhuga sem skín í gegnum textann frá þér. Endilega haltu áfram á sömu braut. Ekki gefast upp.
Varðandi þennan spennu mismun sem ríkir milli Bandaríkjanna annars vegar og Íslands hins vegar þá get ég leyft mér að fullyrða að þú þurfir engar áhyggjur að hafa. Flest jaðartæki í dag, þám tölvur, notast við spennu á bilinu 110-230V. Það eina sem þú þyrftir að gera væri að útvega rétta rafmagnskló fyrir jaðartækið þitt.
Ég vona að þessar upplýsingar svali þekkingarþorsta þínum og ennfremur vil ég nota tækifærið til að fagna þessari umræðu.
Mbk,
Gauti Rafn Vilbergsson Stud. Med.
3:13 PM
Virðulegur Stud. Med.
Þessi skilvirku og greinargóðu upplýsingar frá þér svala þekkingarþorsta mínum að hluta til. Því ég hef heyrt því fleygt að ekki er sama hvernig sjónvarpstæki þú notar þegar bandarísk jaðartæki eru tengd við það.
Einnig langar mig að benda þér á möguleika sem stendur þér til boða. Þér býðst að láta mig hafa (með aðstoð alnetsins) þátt nr.220 í sjónvarpsþáttaröðinni LOST. Ég skal athuga www.hi.is/tildagauti síðdegis mánudaginn 19.júní og ganga úr skugga um að þátturinn rati rétta leið, því rétt leið er sú leið sem gott er að ganga.
Innilegar þakkir,
f.h. Kattavinafélagsins, Styrmir Hansson.
6:42 PM
Hæ hæ.
Lost? Nei, nei. Búinn að henda öllu út. 8i svo lítið pláss eftir á harða dixnum.
tékkaðu bara hvort sjónvarpið þitt C líka NTSC-vænt. Það hlytur að standa í e-um bæklingi með því. Eða á netinu, ef þú gúglar týpuna.
8:08 PM
Eeehhhh.... k.
4:52 PM
Post a Comment
<< Home