ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Wednesday, December 13, 2006

Lýsandi.

Ef þið eruð í einhverjum vandræðum með að finna jólagjöf handa mér þá er ég með eina mjög góða hugmynd. Við fyrstu sýn líta þessir skór út fyrir að vera ósköp venjulegir með smá keim af fyrri hluta tíunda áratugarins.



Við ýtarlegri skoðun á þessum strigaskóm kemur ponsu magnað í ljós, en til þess að sjá það þurfum við einmitt ekki ljós. Ástæðan er sú að þeir lýsa í myrkri!!! Hversu brjálæðislega tonsu madish er það!

















Að öðru.
Fyrir ekki svo mörgum árum skrifuðu fleiri en aðeins Haukur Örn á netsíðuna skuli.mis.is og var ég einn þeirra. Þar sem að styttist í forsetakosningar í Bandaríkjunum (11 mánuðir) og mikið hefur verið fjallað um val á forsetaframbjóðenda úr röðum demókrata og í þeim efnum hafa tvö nöfn helst borið á góma, Hillary Rodham Clinton og Barack Obama. Þau hafa hvorugt staðfest framboð sitt, en tveir aðrir sem ekki hafa verið í umræðunni hafa hinsvegar gert það. Allir eiga kannast við Hillary en færri vita kannski hver Barack er. Þess vegna langar til þess að endurbirta grein sem ég birti á skuli.mis.is þegar forsetakosningarnar fóru fram árið 2004 í BNA. Ég feitletra það sem ég er að leggja áherslu á. Gjörið svo vel.

5, nóvember 2004 | 14:32 | Birt
Barack Obama
Að eiga kettling er ekkert grín, en að eiga hest er sjálfsagt meira mál. Þó hafa hestar marga kosti framyfir kettlinga. Íslenski hesturinn er hvers manns hugljúfi og gæti ekki klórað af þér skinnið á handarbakinu. Aftur á móti gæti hestur orðið þess valdandi að þú verður öryrki, lamaður eða í dái ef þér mistekst að sitja á baki hans, dæmi: Cristopher Reeves, pabbi Keanu Reeves. En fyrst og fremst þá langar mig til þess að óska honum Friðgeiri, vini mínum, velfarnaðar á ferðalagi sínu um Indland. Hann á kannski ekki eftir að sjá mikið af íslenska hestinum, en hann á eftir að sjá mikið af fallegum kúum og þær skaða nú engan, enda af gulli gerðar því ekki værum við með sterkt bein ef það væri ekki fyrir þessar blessuðu kýr. Þið getið fylgst með honum hér (smellið á hér til þess að fylgjast með honum, samt ekki hér í sviganum heldur þar sem að orðið hér kemur fram í setningunni hér fyrir framan svigann). Ennfremur.

Eins og hvert mannsbarn hefur tekið eftir fóru bandarísku forsetakosningarnar fram aðfaranótt síðastliðins miðvikudags. Hverju mannsbarni ætti ennfremur að vera ljóst að George W. Bush var endurkjörinn til fjögra ára sem andlit Bandaríkjamanna út á við. Hann er því tákn lýðræðis næstu 4 árin. (Ekki veit ég um dýrahald George W. og mun því ekki fara nánar í þá sálma þó gaman hefði verið.) Talað hefur verið um að sigur Bush hafi verið afgerandi þrátt fyrir að úrslit hafi ekki verið ljós fyrr en Kerry viðurkenndi ósigur sinn síðdegis á miðvikudeginum. Ennþá er ekki vitað hvernig úrslit fóru í Nýju Mexíkó og Iowa fylki. Eru þar 12 kjörmenn sem er því óráðið hvernig munu skiptast á milli frambjóðenda, en það skiptir engu máli vegna þess að Bush hefur nú þegar náð þeim fjölda þingmanna sem þarf til þess að sigra í kosningunum og var lykillinn sigur hans í Ohio.
En afhverju tala menn um afgerandi sigur Bush þegar að kosningaúrslit voru ekki kunn fyrr en 18 tímum eftir að kjörklefar lokuðu? Ýmsar ástæður liggja þar að baki. Til dæmis má tala um fjölda atkvæða á landsvísu, en Bush var með 51% á móti 48% Kerrys. Hinsvegar skiptust fylkin á nákvæmlega sama hátt á milli frambjóðenda í þessum kosningum líkt og árið 2000 þegar Al Gore var frambjóðandi Demókrata, að New Hampshire undanskyldu, en demókratar sigruðu þar í ár en töpuðu árið 2000, en vægi fylkisins eru einungis 4 kjörmenn. Það hefði hinsvegar dugað árið 2000. Þar af leiðandi eru eflaust margir sem spyrja sig þeirrar spurningar: Afhverju sigraði þá ekki Kerry fyrst að demókratar unnu New Hampshire þegar að Bush sigraði Gore með einungis fimm kjörmanna mun árið 2000??? Ástæðan er sú að (það eru bara skiptinemar hér á tölvustofunni í Lögbergi, þeir virka líka allir svo..., svo, hlýlegir?) vægi fylkja hefur breyst á þessum 4 árum. Til að mynda fjölgaði kjörmönnum í Florida um 2 líkt og í Texas og fleiri ríkjum þar sem að Bush sigraði og það dugði honum.
"Ohio, Ohio, Ohio Ohio...", sagði Dan Rather á CBS sjónvarpstöðinni frá kl.04 til kl.0730 þegar að RUV fávitarnir slökktu á útsendingunni frá CBS. Þá fór ég í vöggu mína, með enga vitneskju um það hvernig kosningarnar fóru. Mér leið afleitlega. Alveg eyðilagður. Enda búinn vaka yfir kosningunum í 8 klukkutíma.
En þó voru ein gleðitíðindi sem glöddu mig. En það var að Barack Obama var kjörinn á þing fyrir Illinois fylki (California, Texas, New York, Florida og illinois eru 5 stóru fylkin). Barack Obama er 43 ára og sonur blökkumanns frá Kenýa og hvítrar konu frá Kansas. Hann sigraði frambjóðanda repúblikana, Alan Keys, íhaldssaman blökkumann. Hann verður ennfremur eini blökkumaðurinn í öldungadeildinni og bið ég ykkur um að leggja þetta nafn á minnið því hann á eftir að verða frægur þessi.. Mr. Richard Hatch er að byrja með þátt sem heitir Survivor live.

Hér er svo hlekkur á þessa forlátu skó sem eru efstir á óskalistanum mínum fyrir þessi jól.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta eru athyglisverðar uppLÝSINGar.

5:42 PM

 
Blogger smartheit said...

JÁ! cool...hann er alveg pínu frægur í dag 5.feb 2010

11:23 AM

 
Blogger smartheit said...

JÁ! cool...hann er alveg pínu frægur í dag 5.feb 2010

11:23 AM

 

Post a Comment

<< Home