ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Wednesday, January 03, 2007

Tonsu.

Síðast fór ég til tannlæknis árið 1998, þá voru fjarlægðir endajaxlarnir mínir, einn í efri góm og annar í neðri. Í dag, tæplega 9 árum síðar fór ég til tannlæknis. Tannlæknar eru töff, þeir eiga peninga og eru læknar sem þurfa ekki að bjarga mannslífum. Þeir banka aðeins í tannholdið og tennurnar þínar og rukka þig um fúlgu fjár. "Má ég sjá, já. Hér er tunga, fullt af tönnum og svo nokkrir tannsteinar. Ég ætla taka þá. Sko! Nú eru þeir farnir og þú skuldar mér einungis tólfþúsundíslenskarkrónur! HAHAHAHAHA". Að vísu upplýsti hann mig um að ég væri ekki með neinar skemmdir og að ég þyrfti að vera duglegri við að nota tannþráð og ég ætti ekki að skrúbba tennurnar: "Vinur, strjúktu þeim heldur létt með burstanum, svona eins og þú strýkur konunni þinni". GEÐVEIKT TÖFF!
HINSVEGAR, þá var ástæða heimsóknarinar þessi:

Þetta ku vera stíflaður munnvatnskirtill, hann taldi líklegt að kalk væri ástæða stíflunarinnar. Nú hef ég haft þetta í tæplega þrjú ár og kominn tími til þess að fjarlægja þetta unit. Áætluð brottför er fimmtudagurinn 27.janúar klukkan 15:45, ég er off þá helgi.

Ég reiknaði með kynæsandi og forvitnilegum körfuknattleik í nótt þegar Philly heimsótti Denver, Iverson. Úr varð hinsvegar lélegur körfubolti þar sem samheldni Philly liðsins hafði betur gegn einstaklingsframtaki Iversons. Dæmið hefur semsé snúist við. Philly farið að spila eins og körfuboltaLIÐ á meðan A.I. ætlaði að sjá einn um sóknarleik Denver. Aftur á móti vantar máttarstólpa í lið Denver, þá Carmelo Anthony og J.R. Smith. Vonandi fer Denver að spila sem lið þegar þeir koma tilbaka.

Ég hef áður minnst nokkrum orðum á þetta fyrirbæri, -- stuff on my cat -- og þykir mér þetta vera virkilega gott framtak. Við hjúin vorum byrjuð á þessu áður en við rákumst á þessa síðu og ég er viss um að fleiri kattaeigendur hafa gert það sama. Þetta er ekki sú frumlegasta hugmynd sem fram hefur komið, en mínímóin er einfaldlega svo mikið krútt á þessari mynd að ég verð að deila henni.

Aftur á móti vitum við að vel snyrt motta er trONic töff!


Ég skammast mín fyrir að hafa deilt með ykkur David Banner laginu í færsluna á undan, það er einfaldlega leiðinlegt lag.

Þannig að, eða þ.a.l., eða ergo, ætla ég að gera ykkur glaðan dag og deila með ykkur einu af lögum ársins í fyrra með hljómsveitinni Sunset Rubdown, sem er einstaklingsverkefni Spencers Krug einum af meðlimi Wolf Parade. Lagið heitir SHUT UP I AM DREAMING OF PLACES WHERE LOVERS HAVE WINGS. Spencer syngur oft í þessu lagi: "Oceans never listen to us anyway". Þarna á hann við bloggsíðuna http://oceansneverlisten.blogspot.com/.
Hér er vídjó af öðru lagi af plötu Sunset, Shut Up I Am Dreaming.

Þrátt fyrir að hafa deilt þessu lagi með ykkur þá skammast ég mín ennþá fyrir að hafa látið ykkur í T þennan óþverra sem var í síðustu færslu. Þannig að, ergo, þ.a.l., til þess að vinna traust ykkar tilbaka þá ætla ég setja tvö ólík lög með LIARS, en þeir áttu eina af plötum ársins 2006, Drum´s Not Dead.
Fyrra lagið, The Other Side Of Mt. Heart Attack, er af plötunni. Hér er einnig vídjó fyrir hina sem geta ekki hægri smellt og gert "save as target" og hlustað á það.

Hitt lagið er Don´t Techno For Answer. Sótti það í nótt og það eru nú þegar komnar 5 (fimm) hlustanir. Gott rave.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er vel af sér vikið. Tvær skemmtilegar færslur í röð. Compelling and rich.

3:50 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Aha. Maður ársins hefur lög að mæla. Sem meikar sens.

Einnig myndi meika sens að setja munnvatnskirtilinn þinn á köttinn. Frekar næs.

4:41 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Aha. Maður ársins hefur lög að mæla. Sem meikar sens.

Einnig myndi meika sens að setja munnvatnskirtilinn þinn á köttinn. Frekar næs.

4:41 PM

 

Post a Comment

<< Home